kata sukkuladi

The hurrier i go, the behinder i get!

fimmtudagur, nóvember 24, 2005

ömurlegt veður...

... en lífið svo yndislegt.... talandi um að vera í rússibana tilfinninganna..!
já og vefverkefnið heldur áfram að þróast, við semsagt hlustuðum á tónverk eftir Chopin, og núna er ég búin að ákveða hvað ég ætla að gera...sjal í anda tímabilsins 1920, svart /glansandi eins og flýgil með perlum í og musturáferð sem ég fann upp sjálf, (hún hefur reyndar verið fundin upp áður) með því að gera prufurnar sem ég var einmitt svo dugleg með. Núna næstu viku mun ég búa upp í skóla, mig hlakkar nú svoldið til að fara að vefa svona mikið...
Síðasti þátturinn af Desprit housewifes var í gær... og nýja serían byrjar næsta vor... djö.. ég get ekki beðið svo lengi... ætti kannski að ná í næstu serí á netinu? ef hún er til þar...
Svo styttist óðum í það að elsku, elsku besti Jói minn komi til DK, við ætlum að halda jólin hátíðleg hérna á Ellekonebakken... bara veit ekki hvað á að vera í jólamatinn... annars er ég bara með fiðrildi í maganum yfir því að vera hérna ein með Jóa og við þurfum ekki að kveðjast núna í langan tíma, Vona bara að hann fái vinnu fljótt sem honum líkar í þá á þetta eftir að ganga eins og í sögu.
og já ég er búin að finna besta súkkulaði í heimi.. það heytir Mjölkachoklad frá Marabou... þið verðið að prufa það...

pís & lov.
kata

þriðjudagur, nóvember 22, 2005

já og eitt í viðbót...

hvernig í andsk... reiknar íslenska ríkið það út að það sé hægt að lifa á 60þús á mán?????
huuuu...
ykkar uppáhalds
Fúll á móti

síðustu dagar...

hafa verið skrítnir... er ekki alveg að fíla mig þessa dagana... en þá fer maður bara inn á mbl.is og skoðar fréttir dagsins... "Sex milljónir barna deyja úr hungri og vannæringu á ári hverju"... þá sé ég hvað mínar áhyggjur eru litlar miðað við annarra....
já og svona bytheway þá eru bara 32 dagar til Jóla... hver sér eginlega um tímasetninguna á þessum Jólum??? sá sami er allavega eitthvað að misskilja öll mín plön... jólin áttu að vera í mars!!!! hef ekki tíma í svona lagað.... afhverju getur maður ekki bætt við svona 4 tímum í sólarhringinn í viðbót...
dísess
altílagi bæ!!!

mánudagur, nóvember 14, 2005

pússa og pússa!!

ég keypti sófaborð fyrir nokkru síðan í genbrug og ætlaði alltaf að pússa það upp, fylla upp í rendur sem voru á því með trémassa og svo bæsa það... og senst byrjaði á því á laugadaginn... pússaði og pússaði borðið, fyllti svo í rufurnar með trémassanum og lét það svo bíða til dagsins í dag að pússa það aftur.... ojjjjjjj hvað það er erfitt að pússa helv trémassan af...ohhh afhverju á ég ekki slípirokk??? þannig að nú auglýsi ég eftir slýpirokk í jólagjöf eða bara í gjöf... hehe
Annars var ég voðalega dugleg að húsmóðast... þreyf hátt og látt en ég gerði það áður en ég fór að pússa þannig að ég hefði alveg eins getað slept því ... en svona er maður með verkvitið í lagi. Og hvað haldiði?? ég er búinn með allar vefprufurnar.... ég er svo dugleg... og við strax búin að fá leiðbeiningar fyrir næsta vefverkefni... við áttum að hlusta á lag til að fá innblástur... lagið er eftir Chopen og heitir fantasi eitthvað og er ótrúega fallegt pianóverk.... en mér finnst svolítið erfitt að inspera svona... sá bara mann spila á píanó!!!
ég hitti svo Natösju, Þóru og Benna í bænum og við löbbuðum heim til Þóru í kaffi svo kom Natasja heim til mín og var að kíkja á íbúðina en hún og pabbi hennar hjálpuðu mér að flytja... Nilsen fólkið er gott fólk!! Annars er þetta búin að vera rólegheita helgi heima í kotinu.
over and out
kata

til Þó : og hafðu það :)

miðvikudagur, nóvember 09, 2005

kitluð, klukkuð eða krukkuð?

núverandi tími: 23:50
núverandi föt: græn hlýrabolur, brúnar buxur og bláir sokkar og ullasokkainniskór (sem ég fékk frá tengdó í afmælisgjöf)!!!
núverandi skap: er alveg rosalega hamingjusöm en samt allveg drullu þreytt (best að blogga í staðinn fyrir að fara sofa :))
núverandi hár: úrsérvaxið og þarf nauðsynlega að fara í litunn.
núverandi pirringur: humm... ég er nú ekkert pirruð ... nema helv.. nágrannarnir
núverandi lykt: mig dreymir um lyktina af Jóa.
núverandi hlutur sem þú ættir að vera að gera: fara sofa... annars hrannars verkefnin upp..brodera... prjóna... vefa.
núverandi skartgripir: úr og bleikir eyrnalokkar... væri reyndar samt til í að vera alltaf með perluhálsfestina mína.
núverandi áhyggja: hvort að Jói fái vinnu í Danmörku og hvort að ég nái ekki að klára öll verkefnin í skólanum
núverandi löngun: að vera kominn upp í rúm og vita að ég get sofið út á morgun
núverandi ósk: að Jói komi til mín fyrr en seinna og að vinir mínir "kíki" við í heimsókn
núverandi farði: púður, maskari, augnbýantur og augnskuggi síðan í gær
núverandi eftirsjá: hhhuu.. man nú ekki eftir neinu sem ég sé svona mikið eftir
núverandi vonbrigði: nú bara námslánin (þau eru djók)
núverandi skemmtun: tölvan mín og heklið sem er að verða af pottaleppum
núverandi ást: JÓHANN JÓHANNSSON... ég elska þig Jói
núverandi staður: íbúðin mín
núverandi bók: Meistarinn og Margarítan eftir Bulgakof... frábær bók, bækurnar um erlend eftir ArnaldIndriðason, Harry potter og svo er ég að lesa svartur á leik eftir Stefán Mána... er á bls 5 síðan fyrir 2 vikum
núverandi bíómynd: langar til að sjá myndina : Walis & gromit, og Mörket (dönsk mynd) og svo in your shoe.. sem á að koma núna út í nóv
núverandi íþrótt: hef ekkert farið í ræktina en annars labba ég mikið... annars eru listdansskautakeppnir í sjónvarpinu skemmtilegar
núverandi tónlist: pacebo
núverandi lag á heilanum: pure morning með placbo
núverandi blótsyrði: hvaða djö...
núverandi msn manneskjur: Helga systir og Jói
núverandi desktop mynd: mynd sem Jói tók þegar hann var í Usa.. tekinn úr mikilli hæð af borginni ...svart/hvít
núverandi áætlanir fyrir kvöldið: horfa á imbann, klára þetta og fara svo að sofa
núverandi manneskja sem ég er að forðast: huuu... enginn sérstök...
núverandi dót á veggnum: ekkert!! á ekki hamar og ekki nagla og fátt til að setja á vegginn.
adios

sunnudagur, nóvember 06, 2005

Hrósið fær...

ég bara verð að segja ykkur það að Þóra Bríet Pétursdóttir fær Hrósið fyrir daginn í dag!!! já og bara alla daga. Hún er duglegasta manneskjan sem ég þekki. reyndar fá bara allar einstæðar mæður hrósið en hún fær að vera í fyrsta sæti!!!
ég fór með Þóru, Katý og Benna á kaffihús í dag sem var mjög skemmtilegt og svo í fötex að versla í matinn, heldum svo stelpukvöld heima hjá Þóru og fengum okkur smá hvítvín og horðum á íslenska bacelorinn og sex in the sity.... allt alveg ótrúlega gaman alveg þangað til að ég fékk hjólið hennar Þóru lánað... þetta er 3 gíra kaggi með kerru aftan á ... mjög hentugt ef maður á barn sem er orðið of stórt í barnastól ... eða ef að maður er með marga innkaupapoka... ég byrjaði að hjóla af stað og upp brekkuna.... veit ekki alveg hvernig ég á að lýsa því sem framm fór nema að allt í einu var eins og himinn og jörð yrðu eitt og stjörnurnar byrtust og ég færðist í átt að ljósinu.... var ég að deyja? Nei ég dó ekki heldur hélt áfram upp brekkuna með æluna í munninum ...mér varð hugsað til Þóru með Benna aftan í kerrunni að hjóla upp brötu brekkuna í bænum og mig við hliðina á, með glott í smettinu, að spyrja hvort að þetta væri erfitt...en við tók bara smá beinn kafli og svo önnur lítil brekka... í henni dó ég... Já hún Þóra fær hrósið fyrir að geta actully hjólað á þessu með Benna aftan í kallandi "áfram, áfram, hraðar hraðar!!!"
takk fyrir kvöldið stelpur

Twista til að gleyma...

hehe já ég ætla að twista til að gleyma leiðinlegu nágrönunum... kannski er hægt að twista í takt við ace of base? hver veit.... jamm ég fékk tölvuna mína aftur eftir að hafa verið án hennar í nærri 1 viku... þetta var hræðilegt og mun ekki koma fyrir aftur!!.
Annars eru vefverkefnin í skólanum kominn á fullt aftur en núna eigum við bara að gera 6 prufur á 2 vikum þannig að þetta er als ekki eins stressandi og síðustu vefprufur. Núna erum við að vefa í stórustólunum (fylla alveg upp í meðal herbergi) þá gerum við sófa-, teppa-,fata-,dúka efni og svo lita prufur og svo einn vef sem er tölvustýrður þá getum við leikið okkur með munstur... allt alveg svakalega spennandi!!!... ég er búin með 2 prufur... rosalega dugleg...
og hvað haldið þið... ég er bara að hekla pottaleppa á heimilið... phööö

ætla að fara að sofa er orðinn rangeygð á því að hekla svona mikið.
adios

fimmtudagur, nóvember 03, 2005

helv....djö...

ohhh hvað ég er PIRRUÐ!!!... þetta helvítis þvottahús er að gera mig geðveika... það eru semsagt alltof margar íbúðir með sömu þvottahús aðstöðuna þannig að maður þarf að pannta tíma svona 1- 2 vikum framm í tímann... hvernig í andskotanum á maður að vita hvað maður er að gera eftir 2 vikur!!!! allavega svo er það þannig að ef ég er ekki búin að setja í vél 30 min eftir panntaðan tíma þá má einhver annar taka vélarnar... eru senst 2 vélar sem maður fær í einu...
Núna átti ég tíma 16 -19 og mætti 16:32 því að ég var að kynna skólan í öðrum bæ og var búinn að hlaupa til að ná strætó og allt í stressi....en nei það var auðvitað búið að taka vélarnar og það hafði verið gert 15 min yfir 16 ....Arg hvað er að þessu "þroskahefta" fólki!!!
Síðan er hann GAYLORD fokkface elsku besti nágranninn í heimi með svo æðislega skemmtilegan tónlistarsmekk að spila tónlist í BLASTI!!!! heyrðu ég heyri nú ekki betur en að það er AFTUR remix með ace of base!!!! halló þetta var vinsælt 1990... held samt að það sé sama ár og vanvita ógeðið fæddist!!!

Hananú!
ég ætla að fara að heyngja mig í þvottahúsinu með tónlistana í botin svona bara til að þau fái smjörþefinn af því hvað koma skal.... Múhahaha
endilega komið með tillögur um hvernig ég get ÚTRÝMT ÞEIM!!!