kata sukkuladi

The hurrier i go, the behinder i get!

mánudagur, janúar 21, 2008

Víst er ég í formi (letiformi)

Ég man þegar ég var í sveitinni á sumrin að hlaupa um á eftir rollum, kasta til heyböggum og vinna girðinga vinnu... og mér blés ekki úr nös!! eða þið vitið hvað ég meina. um þetta hugsaði ég þegar ég var að labba heim með matarpoka í sittihvorri hendinni og ég hélt að ég æltaði að láta lífið af áreynslu... hvert fór góða formið???
Ég veit alveg upp á mig sökina að eina hreyfingin sem ég stunda er þetta helsta, s.s að standa upp úr sófanum að ísskápnum og til baka... eða fara út í sígó. Er þá ekki kominn tími á að hreyfa sig meira og hætta að reykja... afhverju segir maður alltaf bara hlutina en framkvæmir þá ekki... ég held að Dr. Phil og mamma væru sammála um að þetta væri "leti".

Ég ætla samt að setja 1 fjöður í hattinn og klappa mér á bakið, (maður þarf nú smá pepp)því að um helgina fór ég í göngutúr í 2 klst... það hlýtur að telja eitthvað?? nú svo var ég svo forsjál í ágúst að kaupa mér jógadýnu og stóran gúmmíbolta til að geta æft kjúkklinavöðvana mína...

Afhverju eru þá dýnan og boltin enþá upp á skáp ónotað!

miðvikudagur, janúar 16, 2008

Nýtt Nýtt!!

Áramótaheitið í ár var að vera duglegri að skrifa á bloggið og fá mér facebook síðu... ég er búin að skrá mig á facebook, en skil ekkert meira hvað ég á að gera??? hehe

ég er komin aftur til dk eftir geggjaðan tíma á íslandi, þar sem ég lærði fullt á því að vera í starfsnámi hjá Þjóðminjasafninu og FarmersMarket... nú svo var ég líka að vinna smá í Hannyrðaversluninni Nálinni sem var alveg frábært.
Við Jói erum búin að hafa það mjög gott á Kárastígnum, búin að horfa mikið á sjónvarpið og kúra upp í sófa svona eins og mjög ástfangnu pari sæmir :)

Núna hefst "önnin" í skólanum þar sem ég læri betur þessi tvö fög sem ég er búin að velja þe. vefnað og prjón... fór í skólan í dag og planið var útskýrt fyrir okkur... hlakka ótrúlega mikið til að byrja á þessu öllu saman. ég á sjálf að ákveða hvað það er sem ég vil læra, setja mér markmið og fylgja því eftir... Vúhú
Nýja íbúðin er snilld!! var einmitt að kaupa gardínur í dag sem verða settar upp um helgina.

svo var ég að fá þær fréttir að Sigrún og Halldór voru að eignast litla stelpu þann 16. jan (ég var alveg sjör á því að þetta væri stelpa) og heilsast Sigrúnu og stelpunni vel, en Dóri er soldið að tapa sér (brandari fyrir þá sem þekkja Dóra aka HR. Pollrólegur) ... það var svolítið skrítið að kveðja Sigrúnu á laugardaginn síðasta (12. jan) vitandi að næst þegar ég hitti hana þá væri hún orðin officially mamma!!
púhe