kata sukkuladi

The hurrier i go, the behinder i get!

föstudagur, ágúst 03, 2007

Sumar á Íslandi

jahá... þetta er svona fjótt að lýða! ég er reyndar búin að gera fullt í sumar og virkilega njóta þess að vera til. Tommy kom í heimsókn og var í viku hjá okkur á Kárastígnum. Við erum búin að vera svo heppin að hún elsku mamma lánaði okkur bílinn sinn svo að við gátum sýnt honum Gullfoss, Geysi og Þingvelli, Bláa lónið (það var reyndar grænt) Vík í Mýrdal, Jökulsárlón og Skaftafell, Skógarfoss og Svartafoss... þetta var mjög skemmtilegt ferðalag, hann fór reyndar líka með Jóa að snorkla í Silfru og sá svo líkkistuna á Celtic kross og varð mjög hrifinn af landi og þjóð enda ekki við öðru að búast!!

Svo byrjuðum við (íbúar kárastígs 3) að mála húsin og hefur það gengið nú misvel, þetta verður vonandi búið næsta sumar :) hehe
Það var nú heljarinnar mikið fjör þegar ég passaði elsku Mario, Chihuahua hundur sem Lára og Villý eiga... hann er svo mikill trítill!!
Jói hefur verið að vinna upp í Búrfellsvirkjun að taka upp sína fyrstu bíómynd í fullri lengd (vúhú) og fórum ég og Marío í heimsókn þangað.. það var gaman...

Ég fór líka á djammið með Stellu um daginn og fórum við á Óliver í svita og prumpulyktina... ég hafið ekki farið á skemmtistaði eftir reykingarbannið og lýkar mér þetta ágætlega þe að koma heim og fötin og hárið á manni er ekki angandi af ógeði.. reyndar er samt ekkert betra að vera á miðju dansgólfi syndandi um í annaramanna prumpu og svitalykt!! maður verður bara að koma með nefklemmu!
ég keypti mér geisladiskinn hennar Amy Winehouse "back to black" og get ekki hætt að hlusta á hann og Kings of leon "because of the times"...

Ég fór svo í heimsókn á Þjóðminjasafnið og hitti Nathalie sem tekur mig í starfsnám... mér lýst úber vel á þetta og svo var ég að koma frá Bergþóru og Jóel í Farmersmarket og það finnst mér enþá meira spennandi... þetta á eftir að vera krefjandi, er alveg með nettan fiðring í maganum yfir þessu öllu saman... það spilar líka inn í að ég verð heima á íslandi á þessu tímabili alveg framm yfir áramót, það verður nú ekki leiðinlegt skal ég segja ykkur!!

Ég og amma fórum svo á grænmetis útimarkað sem er upp í Mosfellsdal og þar gat ég keypt nýja bleikju í soðið.. bóndinn var nú kátur með kvöldmatinn þann daginn, kíktum í Álafoss verslunina og sýninguna "Magma" á Kjarvalstöðum.. mæli með því að kíkja á þá sýningu kostar bara 500kall inn og maður getur líka farið á listasöfnin í Hafnarhúsinu og Ásmundarsafn.. reyndar fór ekki þangað í það skiptið... måske næste gang!

Ég er að lesa frábæra bók sem heitir "Karítas án titils"... frábær bók um daglegt líf kvenna í kring um 1900. Skemmtilegur orðaforði og vel skrifuð.

Verlsunnarmannahelgin verður róleg í góða verðrinu í bænum... og svo er það danmörk sunnudaginn 12.ágúst að taka upp úr kössum og koma mér fyrir í nýju íbúðinni á jernbanegade... þetta verður reyndar stutt stopp í dk því ég kem til baka í starfsnám 7.september

over and out