kata sukkuladi

The hurrier i go, the behinder i get!

sunnudagur, febrúar 25, 2007

Gestagangur

Mamma og Helga Rún komu í heimsókn til mín síðasta miðvikudag og eru að fara í dag (sunnudag)... það er búið að vera æðislegt að hafa þær í heimsókn, mér reyndar finnst þetta allt of stuttur tími fyrir þær að koma í heimsókn, en betra er lítið en ekkert!!!! Við erum búnar að fara á caffé Morville og hitta stelpurnar Þóru og Katý, mamma og Helga ætluðu svo að koma með mér í skólan og sjá hvernig kennslan færi framm, nema hvað að skólanum var lokað vegna veðurs!! smá snjór... Svo eru þær búnar að vera duglegar í búðunum og það er ekkert betra en að fá "mömmumat" heima hjá sér!.. svo erum við búnar að hafa það mjög huggulegt og kósý...þetta er búið að vera æðislegt...það er líka svo gaman að fá gesti.
Loksins, loksins!! kom veturinn sem ég var að biðja um... Það er búið að sjóa ótrúlega mikið, allt á kafi í snjó...og það er mjög skrítið að hugsa til þess að það sé sól og gott veður á íslandi en snjór hér.
Jói kemur svo á miðvikudaginn og verður í 8 daga.... það verður GEÐVEIKT að hitta hann, ég sá hann síðast 7 jan!

fleira er ekki í fréttum, fréttir verða sagðar síðar

p.s ég er hætt að reykja, síðan 8.feb og gengur vel... ég er svo stollt

fimmtudagur, febrúar 01, 2007

Yesss!!!

Vúbbí... ég er búin að vera að leita að nýrri íbúð, afþví að þessi sem ég er í núna er alveg út í rassgati viborgar... bara ég og hinir útlendingarnir, sem reykja í stigaganginum og hirða ekki stubbana upp eftir sig... arg og svo heyri ég alltaf í ástarópum konunar við hliðana á!! frekar pirrandi... alla vega þá er þessi íbúð sem ég er í núna líka of dýr fyrir mig eina hérna úti. En ég var svo heppin að ég fann íbúð sem ég og Katý skoðuðum í dag, hún er á Jernbanegade 14, í miðbæ Viborgar (á Hverfisgötunni ;)) og er 45fm2, 2 herbergja, ótrúlega björt og fín... ég fæ hana afhennta 15 júlí... YESSS ég er svo ótrúlega glöð, það er þungu fargi af mér létt við að vera búin að finna íbúð. en hér til hliðar er linkur inn á myndirnar af íbúðinni....

annars er snjórinn laungu farinn og auðvitað rignir!.... hrmf

Komið hefur í ljós að vaktmaðurinn sem vissi ekki að reykingarleysinu, eyðilagði niður talningakerfið. Reynst hefur erfitt að fá varahluti í ´79 módelið af niður talningarkerfinu...enda var það frammleytt á síðustu öld!!! En spurst hefur til auka hluta í kerfið og er áætlaður tími í endur talningu reykingarleysisins mánudaginn 5 Febrúar.

Og hvað haldið þið að húsfrúin hafi gert um daginn?? ég bakaði mína fyrstu Marensköku!!! ég er ekkert smá stollt...Marenskaka með rice crispeis og rjóma með after eight á milli! ég, Katý og Natascha fórum til Maríu bekkjasystur okkar í smá saumaklúbb um daginn og þar bauð ég upp á marens kökuna, nema hvað að ég á ekki kökudisk eða tupperware kökuformsdúnk og var hjólandi til Maríu, þannig að ég náði ekki að setja rjóman á kökuna fyrr en ég var komin til Maríu, þannig að kakan var aðeins hörð og tyggjóleg eitthvað... en bragðgóð engu að síður... en afþví að ég er búin að fá nýja íbúð þá ætla ég að fagna því með bekkjarsistkynum mínum á morgun með mjúkri marensköku... vona að þetta heppnist...

tjútt og lú