kata sukkuladi

The hurrier i go, the behinder i get!

miðvikudagur, febrúar 13, 2008

Of mikið af fötum, er það hægt?

Ég og Katý vorum búnar að ákveða í janúar að fara á Fashion week í Kaupmannahöfn þann 7.- 10.feb. og gengur Fashion week út á að þetta er löng helgi þar sem fyrirtæki sem selja fatnað, skó og fylgihluti, setja upp collection-in sín upp í bása, þar sem önnur fyrirtæki, heildsölur og verslannir geta svo panntað fatnað, skó og fylgihluti til að selja í búðunum sínum. Þessu fylgir náttlega skipulagðar tískusýningar og svo eru nýjir tískustraumar kynntir til sögunnar. Ekki beinnt leiðinlegt...
Farmers Market (þar sem ég var í praktik) og GuSt (þar sem Katý var í praktik) voru með bása innan um alla hina hönnuðina og gékk þeim bara vel að kynna sig.
Fashion week saman stendur af tveimur aðal svæðum, Bella Center og Öxnahallen og eru þau risa stór (margar Laugardals hallir)
en já við semsagt lögðum af stað með rútunni til köben á fimmtudaginn síðasta og rétt skutluðum töskunum inn á herbergið hennar Katýar og óðum (með strætó) af stað til Bella Center... með viðkomu á Burger King því ekki mátti maginn trufla hugan við fataskoðunar paradísina. Við byrjðum að röllta og skoða og þið getið ímyndaði ykkur geðveikisglampann í augunum á okkur þegar við föttuðum hvað þetta var RISA STÓRT svæði.... frá kl 3 til 6 misstum við okkur í að skoða, þukkla og pæla í sniðum, litum og efnum, en um 6 var heilinn kominn á overdrive og gat ekki lengur flokkað allar þessar dýrindis upplýsingar... Jói hringdi í mig og ég gat eginlega ekki talaði við hann, það var kveikt en einginn heima... við fórum svo niðrí bæ og fengum okkur að borða á fínum Ítölskum stað... við borðuðum í þögn, jammi og jæjum sökum þreitu og overdósi af fötum... við sem héldum að þetta væri ekki hægt...
Ég gisti hjá Þuru og Ingu Nínu (sem komu í viðskiptaerindum til Köben) í íbúð sem þær leigðu og var hún bara rétt neðan við Nytorv...á besta stað í bænum. Katý gisti hjá Turit (þar sem hún bjó þegar hún var í praktík í Köben), en svo var hún að fara að vinna hjá GuSt og systir hennar Katýar ætlaði að skreppa yfir frá Svíþjóð í heimsókn í dýrðina, þannig að við hittumst nú samt frekar lítið.
En já ... þetta var bara byrjunin á helginni.... ég semsagt skoðaði yfir mig af fötum, skóm og fylgihlutum ... þess á milli fór ég aftur á Burger King, og borðaði á Sticks & Sushi, borðaði Sushi í fyrsta skipti og finnst mér það mikið betra en það lýtur út fyrir að vera... lá upp í sófa með fætur upp í loft sökum þreitu og át snakk og fór í sunnudags brunsh til Þóru, í sætu íbúðina hennar og svo heim með rútunni á sunnudaginn... Þreittari en allt.
þessi ferð var alveg brill, mikið af hugmyndum fæddust og svo var svo gott að hitta Þuru aftur... hefði nú samt alveg verið til í að fara bara heim með henni til Íslands.
Núna er ég í viku vetrarfríi og nú kemur sér vel að hafa keypt alla seríuna af Sex in the City... hef næstum ekki farið úr náttfötunm, neiddist samt til þess til að fara út í búð... og Carrie var bara á pásu á meðan.
lífið er gott

1 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

frábó!
kossar&knús ;)
þós

13.2.2008, 21:15  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim