kata sukkuladi

The hurrier i go, the behinder i get!

sunnudagur, júlí 31, 2005

bara búinn að pakka!!!

phúú... hvað ég er yndislega södd.... var að klára að borða hunangsmarineraðar svína kótilettur, bakaða kartöflu, grillaða sveppi með beikonostafyllingu, ótrúlega gott salat og sósu að hætti hússins (veitingahúsið við Hagamel...hehe...)...

Hætti hjá Og Vodafone á fimmtudaginn ohhh hvað ég á erfitt með kveðjustundir... ég hér með hrósa þeirri manneskju sem fann upp blogg, msn og skype, nú er svo ótrúlega auðvelt að vera í sambandi.
ég er búinn að gera fullt síðan síðustu helgi t.d pakka dóti og setja í geymslu, pakka dóti og flytja út frá Ingu, flytja inn til Jóa, nú og svo djamma svoldið líka...
En annars er bara spenningurinn að stigmagnast og er alveg kominn upp í 8 af 11og1/2 mögulegum...nú og svo var okkur (me&joe) boðið húsnæði í 101 Viborg ( hehe... reyndar er það 8800 Viborg). 2 herbergja íbúð 46fm2 á 2rri hæð í húsi sem var byggt 1916 og svo allt tekið í gegn 1987, stutt í strætó og allt það helsta. Og það besta við þetta allt saman að þetta kostar bara 3000 danskar á mánuði og þá á ég eftir að fá húsalegubætur...ohh danmörk here I come.

jæja desertinn kallar...grillaðir bananar með súkkulaði... :)
adíos mí amigos

þriðjudagur, júlí 26, 2005

Helgin

Ég gerði nú bara mest lítið á föstudagskvöldið, ég og Jói fórum á Caffé Kúltúra og hittum Hildu sem var mjög skemmtilegt.
Á laugardaginn fór ég í sund í Seltjarnarneslaugina....úff hvað það var heitt og ótrúlega gott veður, lág þarna í móki og lét sólina baka mig...ohhhh það er svo gott.
Svo um kvöldið var kveðju partý heima hjá mér og Ingu á Rekagrandanum, ég skemmti mér ekkert smá vel, allir "gömlu" vinirnir mættu og fékk ég mikið af inside info á hvernig það er að búa í DK og heyrðist mér nú á flestum að þetta væri ekkert nema bjórdrykkja, lestarferðir og verslunarferðir í Ikea og H&M....hljómar ótrúlega vel ekki satt!!!
Nú svo á sunnudeginum var mjög erfitt að vakna, en það hafðist á endanum...
kannist þið við tilfinninguna.... að skammast sín svo mikið í bland við ógeðslega mikið samviskubit og smá dash af pirringi og mikilli þynku...nehhh bara tékka :) eða kallast þetta bömmer??
jæja Lost er að byrja og toblerone-ið er að kalla.
ble

föstudagur, júlí 22, 2005

heilbrigði og djamm hljómar vel

fór í mat til m+p og við borðuðum á nýja pallinum, það var ekkert smá nice! Fór svo með Jóa í bíltúr upp í Heiðmörk og þar var tekinn þessi ágætis göngutúr. Vitlumst svo á leiðinni heim en það reddaðist svo.
kom svo úr vinnunni í dag og fórí hjólatúr í þessu ótrúlega góða veðri...ohh ég vona að danmörk verði einhvernveginn svona :)
Annars sit ég núna upp í sófa og er að láta naglalakkið á tánum þorna.. ætli maður kíki svo ekki út á lífið í kvöld..."upphitunar djamm" fyrir daginn á morgun
ok bæ

mánudagur, júlí 18, 2005

Stressið er að koma!!!

Ég trúi þessu ekki... "stessið" er að koma!!! Ég sem er búinn að vera vanda mig svo geðveikt að láta það ekki vita að ég sé að fara út... það kíkti við 15 min áður en ég fór í vinnuna í dag. Ég fann hvernig það kramdi úr mér loftið og ýtti tárunum út í augun... ég bara varð að gráta aðeins...phúff og svo var það farið.
Ég er semsagt að fara að hætta í vinnunni þann 28. júlí. og eins og það er skemmtilegt að vinna hjá Og Vodafone þá er mig (mér, hvort sem maður segir) farið að hlakka ansi mikið til að hætta, loksins loksins er ég að fara í skóla, svo eigið þið að sjá fyrir ykkur "dansinn" sem ég dansa í tilefni af því :)
Og ég er ekki frá því að ég eigi besta kærasta í heimi :* takk Jói minn, þú ert bestur.

takk fyrir áheyrnina
kata

laugardagur, júlí 16, 2005

Jæja bara kominn með blogg!!

jæja núna er ég kominn með blogg :) Var samt alveg ótrúlega klár og missti nýju tölvuna mína. damn!!! Held samt að ekkert hafi skemmst.
mig er farið að hlakka alveg rosalega mikið til að fara til Danmerkr, samt líka kvíðinn. En ég finn það á mér að þetta verður ótrúlega skemmtilegt. Vúhú!
ok bæ !
kata