kata sukkuladi

The hurrier i go, the behinder i get!

þriðjudagur, júlí 26, 2005

Helgin

Ég gerði nú bara mest lítið á föstudagskvöldið, ég og Jói fórum á Caffé Kúltúra og hittum Hildu sem var mjög skemmtilegt.
Á laugardaginn fór ég í sund í Seltjarnarneslaugina....úff hvað það var heitt og ótrúlega gott veður, lág þarna í móki og lét sólina baka mig...ohhhh það er svo gott.
Svo um kvöldið var kveðju partý heima hjá mér og Ingu á Rekagrandanum, ég skemmti mér ekkert smá vel, allir "gömlu" vinirnir mættu og fékk ég mikið af inside info á hvernig það er að búa í DK og heyrðist mér nú á flestum að þetta væri ekkert nema bjórdrykkja, lestarferðir og verslunarferðir í Ikea og H&M....hljómar ótrúlega vel ekki satt!!!
Nú svo á sunnudeginum var mjög erfitt að vakna, en það hafðist á endanum...
kannist þið við tilfinninguna.... að skammast sín svo mikið í bland við ógeðslega mikið samviskubit og smá dash af pirringi og mikilli þynku...nehhh bara tékka :) eða kallast þetta bömmer??
jæja Lost er að byrja og toblerone-ið er að kalla.
ble

3 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

hey beibí! takk fyrir síðast, langaði bara til að taka fram að ég mætti og er ekki ein af "gömlu" vinunum... sorry að ég gaf þér ekkert infó um danmörku... hef samt heyrt að það sé mjög gaman í tívolíinu sko(",)
luv ya!

27.7.2005, 12:41  
Anonymous Nafnlaus sagði...


Finnst mjög miður að við Lolli komumst ekki til þín í kveðjupartý! Týpískt.. þetta var eina helgin í allt sumar sem ég var búin að lofa að fara út á land á ættarmót.. og í staðinn missti ég af því að syngja í brúðkaupi, fara í stórafmæli með fríu áfengi og kveðjupartýinu þínu !! En svona er lífið...

Jóhanna

27.7.2005, 18:33  
Blogger Fríður sagði...

Þetta var æði !! Ég fer út á morgun, þannig að ég veit ekki hvernig á eftir að ganga að hittast.. en ef ég hitti þig ekki þá VERÐ ég bara að koma út og heimsækja þig :D

28.7.2005, 20:43  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim