kata sukkuladi

The hurrier i go, the behinder i get!

miðvikudagur, apríl 26, 2006

Góð heimferð

Ég fór heim til Íslands síðasta fimmtudag og kom heim til Viborgar á mánudaginn, ég fór í jarðaför til afa Steina á föstudaginn, ótrúlega falleg athöfn og gott að hitta fjölskylduna þó að aðstæður mættu hafa verið aðrar...en já ég hafði það mjög gott heima hjá m+p og hér með vil ég þakka þeim fyrir að hafa boðið mér að koma heim... ég hafði alveg ótrúlega gott af því. mér fannst æðislegt að hitta Steina og Helgu og geta svona aðeins verið með þeim. Hitti svo Katrínu, Höllu og Maríu í smá saumó sem var haldinn heima hjá Maríu og Vífli (vona að þetta sé rétt skrifað) hehe.... svo hitti ég Dísurnar mínar... Þórdísi og Hafdísi.. ohh ég á svo góðar vinkonur... takk fyrir síðast elskurnar.
Ferðalagið heim til Viborgar tók frekar langan tíma en það hafðist á 15 tímum... enda kom ég heim og svaf svo í 14 tíma...ekki amalegt það.
Tóbias vinur okkar gisti svo hjá okkur frá mán til Þri en hann býr í Haderslov, við skutluðum honum svo heim í gær (þri) en fórum í smá road trip í leiðinni og sáum svona "live" víkinga safn.. þetta var eftirlíking af húsum víkinga, húsin eru byggð á sama hátt og á víkingatímanum... mjög merkilegt allt saman og það voru krakkar og kennarar í 8 bekk sem voru þarna og lifðu eins og víkingarnir.. í eins fötum, notuðu sömu eldunar aðstöðu og upphitunar aðferðir á húsin... opinn lang eldur í svefnskálanum.... allt alveg æðislega spennandi og gaman að sjá.
Annars var mjög gott að koma heim til Jóa sína en hann er að fara að vinna á morgunn og á föstudaginn.
Eftir heimferðina er ég alveg uppfull af orku en veit ekkert hvar ég á að byrja... en ég ætla að láta skólan ganga alveg fyrir öðrum hugmyndum sem eru að ásækja mig núna...
ég er alveg ótrúlega léleg að taka myndir á digital vélina þannig að það er ekki mikið af nýjum myndum sem ég get sett inná síðuna...ég er mest búin að vera taka svart/hvítar myndir á eldgamla myndavél sem maður horfir niður í þannig að þið veriðið bara að bíða aðeins eftir því að ég fari að nota digitalvélina aftur :)

over and out and about...
k

laugardagur, apríl 15, 2006

Jói minn á afmæli í dag...

Til hamingju með 29 ára afmælið!!!
í tilefni dagsins fórum við til Hald Ege og Dollerup... en það tók okkur 20 min að keyra þangað. Þetta er svæði með ótrúlega fallegu landslagi, skógur og risa vatn... við löbbuðum um skógin og tókum fullt af myndum... alveg ótrúlega fallegt allt saman.. veðrið var geðveikt, ótúlega mikil sól og hlýtt... það var 18°c á svölunum okkar kl 19 og glammpandi sól ... sumarið er að koma... vííííííííí
Annars erum við svo stoltir gullfiska foreldrar... því að Pa át sína fyrstu flugu í dag að okkur vitandi og þótti hann hún barasta mjög góð!!
Pabbi og Þura voru að fara til Rúmeníu að Paraglide-a... væri maður til JÁ!!!!

ok bæ

mánudagur, apríl 10, 2006

Páksafrí og gott veður.

Ég fór í páksafrí á föstudaginn og er bara búin að lyggja með tærnar upp í loftið og hafa það gott...Ég og Jói erum bara ein í kotinu... eða bara bænum!! Þóra&Benni fóru til Íslands á föstudaginn í páskafrí og Hrafnhildur flutti aftur til Íslands á föstudaginn, skólinn hennar var búinn og Katý fór til Svíþjóðar að hitta fjölskylduna sína... þannig að það er búið að vera frekar rólegt hérna. Ég fékk lánaða prjónavél heim til að hafa yfir páskafríið þannig að nú get ég prjónað á fullu og gert prufur og svona... gaman gaman...
Tommy er enn í bænum. Hann og vinur hans Kim komu í heimskókn til okkar á föstudagskvöldið og þeir elduðu lambakjöt og tilheyrandi.... wow hvað það er langt síðan ég borðaði lambakjöt... það er næstum ekki hægt að fá lambakjöt hérna, bara svína- og nautakjöt... Fúlt maður!!!
Annars er bara komið sumar!!! eða svona næstum... það var glampandi sól í dag, logn og 10 stiga hiti og íslendingurinn í mér fór náttlega bara í stuttermabol og jakka... einhver sagði mér að það snjóaði heima... :)
Í síðustu viku var ég í tíma þar sem við áttum að hanna LOGO ið okkar.. ég er komin með nokkrar hugmyndir af Logo-i, en mér þætti gaman að heyra frá ykkur, hvort að þið hefðuð eitthvað til málanna að leggja..?

K & co.