kata sukkuladi

The hurrier i go, the behinder i get!

mánudagur, janúar 22, 2007

Loksins byrjað að snjóa...

já ég er virkilega að meina þetta... það er byrjað að snjóa og það er alveg svona 5 cm há snjóbreiða... ég er ekki að grínast, en það hefur ringt hérna síðan í ágúst... ég er búin að vera í regnjakka síðan í ágúst!!!og þegar að það rignir svona þá verður allt svo dimmt og blaut og pirrandi, en núna er svo fallegt veður og kalt og bjart... nú man ég hvernig sólin lýtur út...

Annars þarf að starta niður talningunni á reykingarleysinu aftur.... það fór eitthvað úrskeiðis við niður talningu um helgina... það gelymdi einhver sem var á vakt að það mætti ekki reykja... :)

miðvikudagur, janúar 17, 2007

elsku hreiðrið er komið!!!!

Ég dreif mig heim eftir skóla í dag og beið í 1klst þá var hringt í mig og mér sagt að elsku sófinn væri á leiðinni.....vei vei... ég og flutingakallinn þrumuðum sófanum upp í íbúð... takk for hjælpen!! ekkert mál að setja hann saman, 1, 2 og tilbúinn... hann er svo sniðugur að maður getur valið hvoru meginn maður vill hafa tunguna, OHHHH þetta er svooo padent...

það vöknuðu þó upp tilfinningar þegar ég varð að ýta gamla "hipp & kúl" sófanum til hliðar... smá kökkur kom í hálsinn... svo erfitt að eiga flottan en óþægilegan sófa... allt flott við hann... uppáhalds liturinn minn, er öðruvísi í laginu og er bara flottur EN óþægilegur.... hringdi svo fljót í Genbrug til að láta koma og hirða sófan og hægindastólana 2... þetta verður sótt á laugardaginn....
Gamli "hipp&kúl" v.s Nýja "hreiðrið"
Dagur 2 gengur vel.... ó já og takk fyrir stuðninginn Katý... auðvitað er prinsessunni boðið í te... ef þú kemur fyrir laugardag þá getur þú prufað að drekka te í gamla og nýja sófanum... að eigin vali!

þriðjudagur, janúar 16, 2007

dagur 1.

í dag er dagur 1 af því að vera reyklaus að EYLÍFU!!! og vil ég óska mér til hamingju með daginn. ÉG skal verða reyklaus !!!
ég átti æðislegt jólafrí á íslandi og kom hingað út aftur þann 7 jan... það er búið að vera 5 daga helgarfrí í skólanum... ég var að verða smá ... bara smá... sjálfhverf og skrítin, en það er bara gott fyrir mann.
Mér, Katý, Mimi og Nunu var boðið í matarboð til Baneu og Ezra, en Ezra var að útskrifast úr byggingarverkfræði... það var æðislegt, mikið drukkið af rauðvíni, mikið talað og aðeins farið á trúnó... uppskrift af góðu kvöldi.
Jói "besti kærasti í heimi" er svo góður við mig, hann keypti handa mér nýtt og betra hreiður, sofa altso. Takk ástin mín þú ert bestur...hreiðrið var á útsölu í Bilka, gamli sófinn er svona banana laga og það er eginlega ekki hægt að kúra í honum, eginlega bara hægt að bjóða drottningunni í te í sófanum, maður situr svo beinn í honum... BÆ BÆ hryggskekkja.
ble