kata sukkuladi

The hurrier i go, the behinder i get!

miðvikudagur, apríl 23, 2008

Símtal

Já halló?
já hæ, hvaða áfengi er best að drekka kl 8 á morgnanna?
uhhh ég veit það ekki... kampavín eða hvítvín????
já nei ég var meira að pæla í vodka...
já ok en kl 8 um morguninn??
já allavega ekki bjór, annars þarf maður alltaf að pissa...

Þetta símtal var frá Steina bróður en hann vildi fá smá ráðleggingar því hann er að fara að dimmitera í á morgun sem FatBastard frá Austin Powers... búningurinn hans er uppblásinn og með rennilás á bakinu....þessvegna vildi hann ekki drekka bjór :)

ohh vildi óska að ég gæti séð hann á morgunn... elsku litla bróður minn sem er ekki lengur lítill...

en það er gott að vita að hann hringir í mig ef honum vanntar góð ráð :)

mánudagur, apríl 21, 2008

Hæbb,
Ég fékk vinnu í síðustu viku hjá Aristo pack... Tommy reddaði mér aukavinnu í 3 daga við að setja saman sýningar skápa og hillur fyrir málingarlitaspjöld... það var rosalega fínt að komast útúr húsi og gera eitthvað annað en skólaverkefni, gat ekki einusinni hugsað um skólan því að það var svo mikið að gera í vinnunni.

Jói átti afmæli í síðustu viku þann 15.apríl, við svindluðum og héldum upp á afmælið hans um páskana SAMAN. ég gaf Jóa handprjónaðan trefil úr handspunni alpacca ull, dvd spilara og koddaver... hann var mjög ánægður...
púff þetta millilanda samband er farið að verða gott... Bara 7 mánuðir eftir svo er ég flutt heim aftur...VÚHÚ!!!

heimavinnan kallar... núna er ég að æfa mig í hvílustillingu á prjónavélinni en með henni get ég t.d prjónað þríhirninga og látið þá mynda hring og margt fleira.

mánudagur, apríl 14, 2008

jahh þá er það byrjað

danskar konur eru komnar í sandalan og léttu, blómóttu hör buxurnar og spóka sig um göngugötunni eins og það sé komið sumar... ég er enn í minni hettupeysu og úlpu!! 10 stig og sól kalla ekki fram sandala og hör buxur að mínu mati...

ég kláraði að vefa fyrsta holl af prufum í síðustu viku ... veftæknin sem ég einbeiti mér að heitir "hulkrus" eða krúsudúllu hola, nei bara djók... og hér er mynd af þessari frábæru tækni...
svo er ég búin að prjóna 2 peysur á prjónavélina... það er reyndar soldið erfitt að fá fyrstu flíkina til að vera eins og uppskriftin en, flík númer 2 er mikið betri :)