kata sukkuladi

The hurrier i go, the behinder i get!

miðvikudagur, janúar 16, 2008

Nýtt Nýtt!!

Áramótaheitið í ár var að vera duglegri að skrifa á bloggið og fá mér facebook síðu... ég er búin að skrá mig á facebook, en skil ekkert meira hvað ég á að gera??? hehe

ég er komin aftur til dk eftir geggjaðan tíma á íslandi, þar sem ég lærði fullt á því að vera í starfsnámi hjá Þjóðminjasafninu og FarmersMarket... nú svo var ég líka að vinna smá í Hannyrðaversluninni Nálinni sem var alveg frábært.
Við Jói erum búin að hafa það mjög gott á Kárastígnum, búin að horfa mikið á sjónvarpið og kúra upp í sófa svona eins og mjög ástfangnu pari sæmir :)

Núna hefst "önnin" í skólanum þar sem ég læri betur þessi tvö fög sem ég er búin að velja þe. vefnað og prjón... fór í skólan í dag og planið var útskýrt fyrir okkur... hlakka ótrúlega mikið til að byrja á þessu öllu saman. ég á sjálf að ákveða hvað það er sem ég vil læra, setja mér markmið og fylgja því eftir... Vúhú
Nýja íbúðin er snilld!! var einmitt að kaupa gardínur í dag sem verða settar upp um helgina.

svo var ég að fá þær fréttir að Sigrún og Halldór voru að eignast litla stelpu þann 16. jan (ég var alveg sjör á því að þetta væri stelpa) og heilsast Sigrúnu og stelpunni vel, en Dóri er soldið að tapa sér (brandari fyrir þá sem þekkja Dóra aka HR. Pollrólegur) ... það var svolítið skrítið að kveðja Sigrúnu á laugardaginn síðasta (12. jan) vitandi að næst þegar ég hitti hana þá væri hún orðin officially mamma!!
púhe

2 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Flott hjá þér síðan! Þú stendur greinilega við áramótaheitið þitt...

Ótrúlega gaman að hitta þig yfir jólin þó það hafi náttúrulega verið alltof stutt.

En nú verðum við bara rosalega góðar facebook vinkonur ;-)

21.1.2008, 16:49  
Blogger Kata sagði...

já það var æði að hitta þig Inga mín... hlakka til að hitta þig næst... bara ef ég nú skyldi hvernig facebook virkar!

21.1.2008, 23:17  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim