kata sukkuladi

The hurrier i go, the behinder i get!

mánudagur, janúar 21, 2008

Víst er ég í formi (letiformi)

Ég man þegar ég var í sveitinni á sumrin að hlaupa um á eftir rollum, kasta til heyböggum og vinna girðinga vinnu... og mér blés ekki úr nös!! eða þið vitið hvað ég meina. um þetta hugsaði ég þegar ég var að labba heim með matarpoka í sittihvorri hendinni og ég hélt að ég æltaði að láta lífið af áreynslu... hvert fór góða formið???
Ég veit alveg upp á mig sökina að eina hreyfingin sem ég stunda er þetta helsta, s.s að standa upp úr sófanum að ísskápnum og til baka... eða fara út í sígó. Er þá ekki kominn tími á að hreyfa sig meira og hætta að reykja... afhverju segir maður alltaf bara hlutina en framkvæmir þá ekki... ég held að Dr. Phil og mamma væru sammála um að þetta væri "leti".

Ég ætla samt að setja 1 fjöður í hattinn og klappa mér á bakið, (maður þarf nú smá pepp)því að um helgina fór ég í göngutúr í 2 klst... það hlýtur að telja eitthvað?? nú svo var ég svo forsjál í ágúst að kaupa mér jógadýnu og stóran gúmmíbolta til að geta æft kjúkklinavöðvana mína...

Afhverju eru þá dýnan og boltin enþá upp á skáp ónotað!

4 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég veit ekki um hvað þú ert að tala.. hahahahaha eða jú kannski geri ég það..

Ég borga alltaf á hverjum mánuði 5000 kall til World Class en hef ekki farið á æfingu í nokkra mánuði... er það æfing ef maður borgar kortið?

22.1.2008, 16:17  
Anonymous Nafnlaus sagði...

já ég hélt alltaf að það væri nóg!
og eins hefði ég haldið að það væri nóg að EIGA bolta og dýnu..

cheers ladies,
;)

25.1.2008, 09:07  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Mig langar svo í svona bolta. Manni hlýtur að líða betur að vita af honum inn í skáp. Er það ekki?

28.1.2008, 07:54  
Anonymous Nafnlaus sagði...

mannstu eftir áramótaheitinu....
;o)
bara spyr!

12.2.2008, 15:15  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim