kata sukkuladi

The hurrier i go, the behinder i get!

laugardagur, desember 24, 2005

Aðfangadagur og jólamyndir

GLEÐILEG JÓL allir sem lesa. Takk fyrir góðar stundir á árinu sem er að líða og ég vona að við sjáum sem flesta aftur á nýju ári.
kossar Kata og Jói.

Mamma og pabbi gáfur okkur pening í jólagjöf, þannig að við fórum í Fona í gær og keyptum okkur PS2 í jólagjöf og svo gáfum við hvort öðru leiki í jólagjöf... heheh ekki vissi ég að ég gæti unnið Jóa í kappakstri!!!!
Aðfangadagur og kvöldið er búið að vera yndislegt, við sváfum út að dönskum sið (það var sagt í útvarpinu að maður ætti að sofa út á aðfangadag)... fengum okkur morgunmat, tengdumst RÁS2 á netinu og svo fórum við í það að þrífa íbúðina hátt og lágt, sturtu og svo var Jólamaturinn settur á fullt. Þegar að messan byrjaði í útvarpinu þá var stutt í að maturinn yrði tilbúinn... Í forrétt var Humarsúpa með sjávarréttum í og þeyttum rjóma. Í aðalrétt var hamborgarhryggur sem bráðnaði í munninum á okkur, brúnaðar kartöflur, smjörsteiktir sveppir, baunasprotar,sveppasósa og rauðrófu/eplasalat. Þetta var svo ótrúlega gott.... þetta var næstum eins og heima nema að það vantaði bara fjölskylduna með... ;)
Eftir allt þetta settumst við í betri stofuna og reyndum að anda.... phhúha...
Svo vöskuðum við upp og svo var farið í það að lesa jólakortin og jóla-sms-in... takk fyrir kveðjurnar...
Allir pakkarnir voru opnaðir, en þeir voru 3 í þetta skiptið... svo bíða okkar pakkar líka á pósthúsinu.
Frá afa Steina fengum við bókina "Gæfu spor", Jói fékk Lord of the rings, return of the King extended edition frá mömmu sinni og ég fékk púða sem maður á að hita/kæla og setja á axlirnar frá tengdó.... SNILLD er eina orðið yfir þessar gjafir. takk fyrir okkur!!! :)
það var ekki mikið um jólapappírsrusl þannig að við vorum fljót að taka til eftir pakkaopnunina og þá var okkur ekkert að vanbúnaði en að borða eftirréttinn sem var heimatilbúið Tírimisu. Ég verð að játa það að ég hef aldrei smakkað eins gott tírimisu áður... kannski var það hamingjan í hjartanu og fullur magi sem sagði eitthvað til með það.
við erum enþá að reyna að anda eðlilega eftir þessa þvílíku veislu og Griswold fjölskyldan ætlar að hjálpa okkur að hafa notalega stund núna.... hehehehe
JÁ!!! við jólatiltektina fann ég digital myndavélina... ég hélt að ég myndi fara að gráta af gleði þegar að ég fann hana.!!! Þannig að núna eru komnar nýjar myndir inn á bloggið.
enn og aftur takk fyrir okkur og gleðileg jól
góðar stundir
K&J

fimmtudagur, desember 22, 2005

klósettpappír sem ylmar

HAHAHA !!! ég keypti klósettpappír um daginn sem er nú ekki frásögufærandi, nema hvað að þegar að ég opnaði pakkninguna þá ylmaði allt af sápulykt... var frekar lengi að átta mig á því að þetta var klósettpappírinn sem ylmaði svona!!! þannig að nú ylmar allt mitt heilaga eftir þarfa ferðir....
góðar stundir
k

miðvikudagur, desember 21, 2005

Jólatréið komið upp..

Við fórum í dag og keyptum jólatré, seríur og jólaskraut... komum heim og settum tréið upp.. stjarnan á tréinu er heima tilbúið jóladingl með vír í og skraut borða... kemur bara vel út. versta er að nú er ég búin að týna digital myndavélinni þannig að ég get ekki sett myndir inn á bloggið
:(
Við fórum á Þriðjudaginn og náðum i bílinn til Århus og ferðin heim gékk vel, nú erum við komin á bíl þannig að lífið heldur áfram að vera gott.
Annars er ósköp lítið að frétta ...
jólakveðja
k

laugardagur, desember 17, 2005

vegna fjölda áskoranna...

ætla ég að blogga... Já ég er búin að skila vefverkefninu og það gékk líka svona vel... ég var svo ánægð með útkomuna.... ég tók myndir af öllu saman, en ég var svo klár að ég er búin að týna myndavélinni !!!! ég er búin að leita út um allt en ég held að ég hafi gleymt henni á caffé fry... búin að hringja þangað en enginn myndavél... :(
Jói kom á þriðjudagskvöldið um 6leitið... þó svo að við höfum sést á msn þá var eins og ég væri að sjá hann aftur eftir einmitt 2 mánuði... Ohh gvöð hvað maðurinn er fallegur... híhí... ég varð ótrúlega vandræðaleg og skotinn í honum... við tókum strætó heim og þar var ég búin að setja upp "velkominn heim" upp á vegg og nokkrar blöðrur... svo elduðum við kínverskan mat og höfðum það huggulegt... ohh ég er náttlega enn í sælu vímu.. Við erum búin að vera mest heima og drekka hvort annað í okkur og ég er að fatta það að hann er ekki að fara aftur... veivei...
ég elska þig Jói!!

over and out...
k

mánudagur, desember 05, 2005

Hananú!

Loksins er ég búin að setja nokkrar myndir inn á síðuna mína....
ok bæ

já hvað er að frétta?

ég veit ekki hvað oft ég hef reynt að byrja að blogga... orðin frekar mörg skipti... en jú ég er lifandi. síðasta vika var stress... en svo skipulagði ég mig bara betur og nú er þetta allt að smella saman.
Það var ótrúlega gaman í grímu afmælinu hjá Katý, þar síðasta laugardag... Þóra var Silvía Nótt og hún var alveg eins og hún... ótrúlega skemmtilegt, ég var fröken full með rúllurnar í hárinu og á slopnum... annars sá ég ljóni, dúkku, saklausa línudansmey, kanínu, engli og kalli bregða fyrir í afmælinu... afskaplega skemmtilegt partý.
Mér var boðið í mat 1. í aðvenntu til Mímí sem er bekkjasystir mín og býr í næstu blokk. Hún er á aldri við mö +pa, eldaði þetta þvílíkt góða læri... nammi namm. Hún er frá Grænlandi, maðurinn hennar Sören og sonur hennar sem ég man ekki hvað heitir fluttu með henni frá Grænlandi...
Systir mín átti afmæli þann 27.Nóv og varð 13 ára. Bara orðin táningur þessi elska.
Svo er ég búin að vera að setja upp vefstólinn fyrir verkefni 4 eða opgave 4 eins og ég kalla það á góðri dönsku. Það er búið að taka soldið langan tíma að setja stólin upp en ég kláraði það í dag og óf líka 64 cm.... ótrúlega dugleg, en sjalið sem ég er að gera er svart og á að vera í anda tímabilsins 1920, ég enn eftir að vefa 150cm...
það er líka búið að vera mikið að gera í bróderí... verst hvað þetta tekur allt ótrúlega langan tíma, handavinnan alltso... en þetta er svo urlaðslega skemmtilegt að maður brosir í gegnum stress tárin :)
Já og svo er Jói að koma núna þann 13 des... OMG hvað mig hlakkar til, hann setur bílinn og restina af dótinu okkar í gám þann 7 des sem er á morgun... hann verður svo í viku gítar, tölvu og sjónvarpslaus.... ég finn nú soldið til með honum að vera svona alslaus... en það ætti þá bara að vera skemmtilegra að koma til mín.... ég skal bara bæta honum þennan missi upp... Múhahaha
Jólin nálgast og ég er ekki búin að skreyta neitt enda jólaskrautið heima á íslandi í kassa, í skúrnum hjá pabba... verð bara að ná í það fyrir næstu jól. En ég er samt með kerti út um allt þannig að það er smá jólafíligur, á bara eftir að baka smákökurnarar... heheh.. ætla nú bara að baka 1 sort... mér finnst það alveg nóg.
ég er búin að vera ótrúlega löt við að fara í ræktina síðan í október, en nú sparkaði ég í rassinn á mér og dreif mig á laugardaginn og svo aftur í dag... ótrúlegt hvað maður verður hressari á því.!
Já ég held að það sé nú ekki meira í fréttum í bili...
kata