já hvað er að frétta?
ég veit ekki hvað oft ég hef reynt að byrja að blogga... orðin frekar mörg skipti... en jú ég er lifandi. síðasta vika var stress... en svo skipulagði ég mig bara betur og nú er þetta allt að smella saman.
Það var ótrúlega gaman í grímu afmælinu hjá Katý, þar síðasta laugardag... Þóra var Silvía Nótt og hún var alveg eins og hún... ótrúlega skemmtilegt, ég var fröken full með rúllurnar í hárinu og á slopnum... annars sá ég ljóni, dúkku, saklausa línudansmey, kanínu, engli og kalli bregða fyrir í afmælinu... afskaplega skemmtilegt partý.
Mér var boðið í mat 1. í aðvenntu til Mímí sem er bekkjasystir mín og býr í næstu blokk. Hún er á aldri við mö +pa, eldaði þetta þvílíkt góða læri... nammi namm. Hún er frá Grænlandi, maðurinn hennar Sören og sonur hennar sem ég man ekki hvað heitir fluttu með henni frá Grænlandi...
Systir mín átti afmæli þann 27.Nóv og varð 13 ára. Bara orðin táningur þessi elska.
Svo er ég búin að vera að setja upp vefstólinn fyrir verkefni 4 eða opgave 4 eins og ég kalla það á góðri dönsku. Það er búið að taka soldið langan tíma að setja stólin upp en ég kláraði það í dag og óf líka 64 cm.... ótrúlega dugleg, en sjalið sem ég er að gera er svart og á að vera í anda tímabilsins 1920, ég enn eftir að vefa 150cm...
það er líka búið að vera mikið að gera í bróderí... verst hvað þetta tekur allt ótrúlega langan tíma, handavinnan alltso... en þetta er svo urlaðslega skemmtilegt að maður brosir í gegnum stress tárin :)
Já og svo er Jói að koma núna þann 13 des... OMG hvað mig hlakkar til, hann setur bílinn og restina af dótinu okkar í gám þann 7 des sem er á morgun... hann verður svo í viku gítar, tölvu og sjónvarpslaus.... ég finn nú soldið til með honum að vera svona alslaus... en það ætti þá bara að vera skemmtilegra að koma til mín.... ég skal bara bæta honum þennan missi upp... Múhahaha
Jólin nálgast og ég er ekki búin að skreyta neitt enda jólaskrautið heima á íslandi í kassa, í skúrnum hjá pabba... verð bara að ná í það fyrir næstu jól. En ég er samt með kerti út um allt þannig að það er smá jólafíligur, á bara eftir að baka smákökurnarar... heheh.. ætla nú bara að baka 1 sort... mér finnst það alveg nóg.
ég er búin að vera ótrúlega löt við að fara í ræktina síðan í október, en nú sparkaði ég í rassinn á mér og dreif mig á laugardaginn og svo aftur í dag... ótrúlegt hvað maður verður hressari á því.!
Já ég held að það sé nú ekki meira í fréttum í bili...
kata
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim