Aðfangadagur og jólamyndir
GLEÐILEG JÓL allir sem lesa. Takk fyrir góðar stundir á árinu sem er að líða og ég vona að við sjáum sem flesta aftur á nýju ári.
kossar Kata og Jói.
Mamma og pabbi gáfur okkur pening í jólagjöf, þannig að við fórum í Fona í gær og keyptum okkur PS2 í jólagjöf og svo gáfum við hvort öðru leiki í jólagjöf... heheh ekki vissi ég að ég gæti unnið Jóa í kappakstri!!!!
Aðfangadagur og kvöldið er búið að vera yndislegt, við sváfum út að dönskum sið (það var sagt í útvarpinu að maður ætti að sofa út á aðfangadag)... fengum okkur morgunmat, tengdumst RÁS2 á netinu og svo fórum við í það að þrífa íbúðina hátt og lágt, sturtu og svo var Jólamaturinn settur á fullt. Þegar að messan byrjaði í útvarpinu þá var stutt í að maturinn yrði tilbúinn... Í forrétt var Humarsúpa með sjávarréttum í og þeyttum rjóma. Í aðalrétt var hamborgarhryggur sem bráðnaði í munninum á okkur, brúnaðar kartöflur, smjörsteiktir sveppir, baunasprotar,sveppasósa og rauðrófu/eplasalat. Þetta var svo ótrúlega gott.... þetta var næstum eins og heima nema að það vantaði bara fjölskylduna með... ;)
Eftir allt þetta settumst við í betri stofuna og reyndum að anda.... phhúha...
Svo vöskuðum við upp og svo var farið í það að lesa jólakortin og jóla-sms-in... takk fyrir kveðjurnar...
Allir pakkarnir voru opnaðir, en þeir voru 3 í þetta skiptið... svo bíða okkar pakkar líka á pósthúsinu.
Frá afa Steina fengum við bókina "Gæfu spor", Jói fékk Lord of the rings, return of the King extended edition frá mömmu sinni og ég fékk púða sem maður á að hita/kæla og setja á axlirnar frá tengdó.... SNILLD er eina orðið yfir þessar gjafir. takk fyrir okkur!!! :)
það var ekki mikið um jólapappírsrusl þannig að við vorum fljót að taka til eftir pakkaopnunina og þá var okkur ekkert að vanbúnaði en að borða eftirréttinn sem var heimatilbúið Tírimisu. Ég verð að játa það að ég hef aldrei smakkað eins gott tírimisu áður... kannski var það hamingjan í hjartanu og fullur magi sem sagði eitthvað til með það.
við erum enþá að reyna að anda eðlilega eftir þessa þvílíku veislu og Griswold fjölskyldan ætlar að hjálpa okkur að hafa notalega stund núna.... hehehehe
JÁ!!! við jólatiltektina fann ég digital myndavélina... ég hélt að ég myndi fara að gráta af gleði þegar að ég fann hana.!!! Þannig að núna eru komnar nýjar myndir inn á bloggið.
enn og aftur takk fyrir okkur og gleðileg jól
góðar stundir
K&J
4 Ummæli:
Æ hvað þetta er sæt jólasaga frá ykkur :) Ég óska ykkur bara gledilegra jóla núna og vona ad tid hafid tad áfram svona gott í kotinu.
Það er allt gott ad frétta úr Borgarnesi, djamm í gær og svona ;)
Hlakka til ad sjá ykkur á nýja árinu.. Katý
Gleðileg jól og farsælt komandi ár..
Þið eruð ekkert smá dugleg að elda svona flottan jólamat !! Þegar tími gefst til þá ætla ég að plata Jóa minn í helgarferð til DK og heimsækja ykkur, hvort sem að ykkur líkar það betur eða verr ;)
kossar&knús
takk fyrir kveðjurnar... stella og jói þið eruð alltaf velkomin.... kossar og knús
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim