kata sukkuladi

The hurrier i go, the behinder i get!

mánudagur, maí 05, 2008

What´s new pussycat...


... ég og Katý fórum á djammið síðasta miðvikudag... við byrjuðum á að fara á jazz tónleika með því frábæra bandi Hugo Rasmussen Allstarz... bandið er nefnt eftir kontrabassaspilaranum Hugo Rasmussen (gamla kallinum með skeggið) og spiluðu þeir jazzlög sem hafa haft stór áhrif á danska jazztónlist... þetta voru mínir fyrstu jazz tónleikar og hafði KATRÍN gaman af.
Eftir svosem tja eitt hvítvínsglas eða svo fannst okkur Katý rosalega fyndið að við heitum báðar KATRÍN, sérstaklega eftir að hafa létt af okkur á salerni staðarins... en eins og sjá má á bréfaþurkustandinum er hann merktur KATRÍNU

KATRÍN dansaði mikið og kom heim undir morgun.