kata sukkuladi

The hurrier i go, the behinder i get!

laugardagur, maí 20, 2006

langt um liðið...

já ég er lifandi... það er bara búið að vera svo mikið að gera að ég hef ekki haft tíma til að blogga neitt.
Amma kom í heimsókn til mín þann 9.maí og var að fara í morgun og svo komu mamma og pabbi líka og voru yfir síðustu helgi... það var ekkert smá gaman að fá fjölskylduna í heimsókn til sín. Takk æðislega fyrir síðast!!!. Við fórum og skoðuðum kalk hella, fórum í picnik, fórum í bæinn og fl. Jói fékk grill í afmælisgjöf frá mö og pa, þannig að það var grillað... ótrúlega gott, nú svo getum við haft það huggulegt í sólinni í nýju útilegu/svalar stólunum sem amma gaf honum í afmælisgjöf. annars var því tekið rólega og notið þess að vera saman.
Nú svo er það ákveðið að ég kem heim í júlí og fer aftur til Dk í byrjun ágúst... Jói fékk 3 mán vinnutilboð og hann kemur svo til Dk í okt. Við erum svo búin að fá íbúð til leigu á Leifsgötunni... hlakka alveg ótrúlega til að koma heim :)
ég er byrjuð í "Prófinu" en ég ákvað að taka próf í bróderi. Þemað er "grænselöse textiler" eða lauslega þýtt takmarkalaus / óendanleg handavinna. Prófið saman stendur af ritgerð (texta) upp á 5 bls, endanlegur loka verki útfrá þemanu og svo munnlegt próf. ég er komin með hugmynd, ég ætla að brodera 4-6 myndir 15X15. Nenni ekki að fara nánar út í hvað er á myndonum... þið verðið bara að sjá þær þegar ég er búin með þær.
jæja over and out
k

þriðjudagur, maí 02, 2006

takk fyrir kveðjurnar

ohhh æði... vaknaði í morgun og leið hrillilega... fór í skólan og var alveg drullu slöpp held að ég sé bara komin með flensuna!! það er samt alveg ótrúlega gaman í skólanum, er að sauma á mig pils í fatasaum ótúlega skemmtilegt. ég passaði mig á því að hugsa um hvað Einfaldleikinn er fallegur og klassískur...
púff... ég get ekki skrifað meir í bili.