kata sukkuladi

The hurrier i go, the behinder i get!

sunnudagur, febrúar 26, 2006

Helga systir klukkaði mig... og stólinn

4 bíómyndir sem ég get horft á aftur og aftur:
1. Pritty woman
2. Dirty dancing
3. Legend of the fall
4.
4 staðir sem ég hef búið á
1. Garðabær
2. Kópavogur
3. Vesturbærinn
4. Nesið
4 sjónvarpsþættir sem eru í uppáhaldi
1. Friends
2. The King of Queens
3. Battelstar galactica
4. Frasier
4 staðir sem ég hef heimsótt í fríum
1. USA
2. Danmörk
3. Ghana
4. Svíþjóð
4 heimasíður sem ég skoða daglega
1. Mbl.is
2. katasukkuladi.blogspot.com
3. einkabanki.is
4. www....
4 máltíðir sem ég held uppá
1. Íslensk Kjötsúpa
2. Skyr og flatkökur
3. Boritos
4. Pastasúpan
4 staðir sem ég vildi vera á núna
1. San Fransisco
2. Japan
3. á sólarströnd hvar sem er í heiminum
4. heima á íslandi
4 manneskjur sem ég ætla að klukka
1. ætla að vera leiðinleg og klukka ekki neinn.

Stóllinn minn er fótskemill.... og eins og sjá má er tunglið þrykkt/saumað á... þannig að nú getur maður sett fæturnar á tunglið...heheh
Efnið er svart hör og ég notaði það sem heitir Puffbase til að fá yfirborðtunglsins til að lyftast og svo málaði ég með grárri málingu yfir... lét þorna og svo straujaði ég létt yfir (meira svona notað til að hita) tunglið og þá lyftist puffbasið upp og bólgnar. Bróderaði gígana og stjörnurnar á og saumaði svo efnið saman og tróð stólnum í það og fékk svo Jóa til að hjálpa mér að negla bólstrunarnaglana í fæturnar á stólnum og að halda saman stykkjunum á meðan ég saumaði áklæðið á í höndunum.... Jaaaahhhh... FÓTSKEMILL...!!!!
Gerðum mest lítið um helgina.... ég og Hrafnhildur vorum hjá Þóru og Benna á laugardagskvöldið og svo kom Benni og var í pössun í dag hjá okkur....
Svo er ég að læra að hekla í skólanum og það er ekkert smá skemmtilegt... er búin að vera gera fullt af alskonar prufum... vei vei
góðar stundir
Kata & co

fimmtudagur, febrúar 23, 2006

á ég að hlægja eða gráta???

jæja ... fyrir nokkru síðan tilkynnti Annette prjónakennari bekknum að hún hafi verið að tala við Anne-Marie Oby frá danska konublaðinu Familie Jornal og hugmynd þeirra væri að við ættum að hanna eitthvað.... prjóna eitthvað og búa til uppskrift... svo að hægt væri að setja hugmyndina í blaðið. Við vorum farinn að hugsa um peysur, trefla, sjöl og fl og allir voða spenntir. Anne-Marie kom svo í heimsókn í síðustu viku og sagði okkur að verkefnið er fyrir Familie Journalens NISSEHÆFTE eða með öðrum orðum JÓLASVEINA HEFTI VIKUNNAR!!!!!!
Hvort á ég að hlægja eða gráta...?
Ég ákvað að hlægja að þessu og reyna mitt besta... það verður bara gaman að hanna einn Nissa eða 2 eða 3... byrja bara jólin snemma í ár. Birthe (bekkjasystir mín... hún er milli 50 og 60, hressasta manneskjan í bekknum) er búin að lofa mér því að þegar að við skilum verkefninu í apríl ætlar hún að koma með jólaglögg í skólan... heheh
já og loksins er ég búin að setja myndina af stólnum inn á bloggið...
Jólakveðjur
Kata & co.

fimmtudagur, febrúar 16, 2006

skemmtilegt...

þeir sem vilja taka þátt geta skrifað í comment....

1. Hver ert þú?
2. Erum við vinir?
3. Hvenær hittumst við fyrst og hvernig?
4. Ertu hrifin/nn af mér? . (hér þarf ekki að svara því að svarið er AUÐVITAÐ)
5. Langar þig að kyssa mig? . (hér þarf ekki að svara því að svarið er AÐ SJÁLFSÖGÐU)
6. Láttu mig hafa gælunafn og útskýrðu afhverju þú valdir það.
7. Lýstu mér í einu orði.
8. Hvernig leist þér á mig þegar þú sást mig fyrst?
9. Lýst þér ennþá þannig á mig?
10. Hvað minnir þig á mig?
11. Ef þú gætir gefið mér eitthvað hvað myndi það vera?
12. Hversu vel þekkiru mig?
13. Hvenær sástu mig síðast?
14. Hefur þig einhvern tímann langað til að segja mér eitthvað en ekki getað það?
15. Ætlaru að setja þetta á bloggið þitt svo ég geti skrifað um þig?

já svona er þetta skemmtilegt.

miðvikudagur, febrúar 15, 2006

Note to self!!!

Þegar sauma skal gardínur (og allt annað) skal ávalt hugsa út hvernig best er að sauma gardínuna ( og allt annað) !! ÁÐUR !!! en byrjað er að sauma... Þó að þetta sé ein af grundvallarreglunum skal EKKI brjóta þessa reglu ef að gardínan (og allt annað) á að heppnast eins og skyldi.
Ef þessi regla er brotinn gætu eftir farandi hlutir gerst: röddin gæti hækkað... skæri, títiprjónar og annað lauslegt gæti lent mjög harkalega á gólfinu... fæturnir gætu tekið upp á því að stappa... gardínan (eða það sauma skal) henst yfir stofugólfið og lennt út í horni...
Ef eitthvað af eftirfarandi hlutum gerist er lang best að: lækka röddina.. leggja hluti sem haldið er á niður og ganga í burtu og koma ekki til baka fyrr en eftir góðar 20 min.

Til Fríðar... snögg er ekki orðið heldur STRX!! og ekki eru nú Malmö, Köben eða Hamborg langt í burtu.... haaaa...
og myndir skulu byrtast eigi seinna en fyrir helgi.!

viva la recistance..!! (með hreim)

þriðjudagur, febrúar 14, 2006

Valentínusardagurinn....

er dagur sem ég held ekki upp á, mér finnst konudagurinn og bóndadagurinn mikið skemmtilegri dagar til að halda upp á.
ég sótti Benna á leikskólan og hann verður í heimsókn hjá okkur þangað til seinna í kvöld. Við erum núna að horfa á Tomma & Jenna.... hehe
Á föstudagskvöldið komu Tommy, Þóra og Benni í mat til okkar, það var líka svona ágætis kvöldstund. Á laugardagskvöldið var okkur boðið í smá partý heim til Tommy, gott að komast aðeins út úr húsi og hitta annað fólk.
Nú svo er ég búin að prjóna peysu í prjónavélinni, á bara eftir að þæfa hana aðeins og þá er hún tilbúin. svo ætla ég að reyna að sauma gardínur fyrir svefnherbergisgluggan og gluggan inn í tölvuherbergi... Annars sá ég Charlie and the chocoladefactory um daginn og mér finnst hún ekkert smá skemmtileg.... svo downloduðum við Jói Battlestar galactica ótrúlega spennandi þættir...
jamm over and out
k

fimmtudagur, febrúar 02, 2006

lélegur bloggari eða??

Rosalega er ég búin að vera löt við það að blogga... Ég og Jói fórum til Århus síðasta mánudag og hann skilaði inn c.v til 2 sjónvarpsstöðva, og fékk númerin hjá einhverjum köllum sem hann er svo búin að hringja í og þetta er í smá bið núna... á meðan að við vorum í Århus hittum við Diljá Perlu á kaffihúsi, það var ekkert smá gaman að hitta hana. Svo borðuðum við besta hamborgara í heimi sem voru seldir á kaffihúsinu... ahh sem ég man ekki hvað heitir ... eitthvað englarnir... Nú er ég búin að sytja hérna í 2 tíma og hef bara ekkert að segja!!!
þannig að ég ætla að fara að horfa á Hollywood stars á T2 Zulu
over and out