kata sukkuladi

The hurrier i go, the behinder i get!

fimmtudagur, febrúar 23, 2006

á ég að hlægja eða gráta???

jæja ... fyrir nokkru síðan tilkynnti Annette prjónakennari bekknum að hún hafi verið að tala við Anne-Marie Oby frá danska konublaðinu Familie Jornal og hugmynd þeirra væri að við ættum að hanna eitthvað.... prjóna eitthvað og búa til uppskrift... svo að hægt væri að setja hugmyndina í blaðið. Við vorum farinn að hugsa um peysur, trefla, sjöl og fl og allir voða spenntir. Anne-Marie kom svo í heimsókn í síðustu viku og sagði okkur að verkefnið er fyrir Familie Journalens NISSEHÆFTE eða með öðrum orðum JÓLASVEINA HEFTI VIKUNNAR!!!!!!
Hvort á ég að hlægja eða gráta...?
Ég ákvað að hlægja að þessu og reyna mitt besta... það verður bara gaman að hanna einn Nissa eða 2 eða 3... byrja bara jólin snemma í ár. Birthe (bekkjasystir mín... hún er milli 50 og 60, hressasta manneskjan í bekknum) er búin að lofa mér því að þegar að við skilum verkefninu í apríl ætlar hún að koma með jólaglögg í skólan... heheh
já og loksins er ég búin að setja myndina af stólnum inn á bloggið...
Jólakveðjur
Kata & co.

5 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Ekki gráta GLÖGG er gott svo þó ekki væri nema fyrir það..... er ekki hægt að íslensku væða þessa Nissa??
Stóllinn er flottur það þarf að vera útskýring á því úr hverju efnið er og hvernig (tunglið) er gert...svo er eitt hvernig stóll er þetta fyrir rass eða fætur? fyrirgefðu mér fáviskuna... Haltu bara áfram að hafa gaman af þessu.þín mamma

23.2.2006, 11:21  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Hæ Kata.

Flottur stóll. Ég var svolítið lengi að fatta þetta með tunglið, sjá það ekki allveg strax.
Það er augljóst að þér finnst gaman í skólanum.
Hafðu það gott.
Helga frænka.

23.2.2006, 12:25  
Anonymous Nafnlaus sagði...

nissar eru bara sætir og skemmtilegtilegir - allt fyrir fifteen minutes of fame !!

mjög mjög flottur stóll en ég verð að segja það sama og mamma þín, hvernig á maður að sitja í honum ??

KatrínJ

23.2.2006, 19:25  
Blogger Fríður sagði...

ég segi að maður eigi að hfa rassinn þarna og liggja svo eins og M ?

Vantar þig hugmyndir segirðu, afhverju hringirðu ekki í mig ? hahahahaha.. ég kann ekkert að sauma, prjóna eða neitt þannig.. ég hefði bara málað mynd af mér :)

24.2.2006, 15:17  
Anonymous Nafnlaus sagði...

smart!
;o)

26.2.2006, 17:23  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim