Valentínusardagurinn....
er dagur sem ég held ekki upp á, mér finnst konudagurinn og bóndadagurinn mikið skemmtilegri dagar til að halda upp á.
ég sótti Benna á leikskólan og hann verður í heimsókn hjá okkur þangað til seinna í kvöld. Við erum núna að horfa á Tomma & Jenna.... hehe
Á föstudagskvöldið komu Tommy, Þóra og Benni í mat til okkar, það var líka svona ágætis kvöldstund. Á laugardagskvöldið var okkur boðið í smá partý heim til Tommy, gott að komast aðeins út úr húsi og hitta annað fólk.
Nú svo er ég búin að prjóna peysu í prjónavélinni, á bara eftir að þæfa hana aðeins og þá er hún tilbúin. svo ætla ég að reyna að sauma gardínur fyrir svefnherbergisgluggan og gluggan inn í tölvuherbergi... Annars sá ég Charlie and the chocoladefactory um daginn og mér finnst hún ekkert smá skemmtileg.... svo downloduðum við Jói Battlestar galactica ótrúlega spennandi þættir...
jamm over and out
k
1 Ummæli:
smart!..hugulsemin alltaf á einum bæ..
-ég er að fara í (vonandi... altso ef ég er nógu snögg að skrá mig...) í textíl kúrs í næstu lotu! ...god hvað það væri smart! ...þá gæti ég nú þurft smá leiðbeiningar from das expert! ;o)
...en ætlið þið jói ekki bara að smellla ykkur til malmö.. ;o) eða köben máksé.. fljúgum þangað og svo lest yfir...
-en svo nýjasta nýtt er hamborg í september! hahah ...að setja upp sýningu með krökkum úr skólanum!! geðó spennó... og eftir því sem fróðir menn segja þá er ekki mjög svo langt frá dk til hamb!! ...eða þannig sko..
;o)
-en rokkk on krakkar. bíð spennt e. myndum af stöffinu sem þú ert að gera!!
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim