Helga systir klukkaði mig... og stólinn
4 bíómyndir sem ég get horft á aftur og aftur:
1. Pritty woman
2. Dirty dancing
3. Legend of the fall
4.
4 staðir sem ég hef búið á
1. Garðabær
2. Kópavogur
3. Vesturbærinn
4. Nesið
4 sjónvarpsþættir sem eru í uppáhaldi
1. Friends
2. The King of Queens
3. Battelstar galactica
4. Frasier
4 staðir sem ég hef heimsótt í fríum
1. USA
2. Danmörk
3. Ghana
4. Svíþjóð
4 heimasíður sem ég skoða daglega
1. Mbl.is
2. katasukkuladi.blogspot.com
3. einkabanki.is
4. www....
4 máltíðir sem ég held uppá
1. Íslensk Kjötsúpa
2. Skyr og flatkökur
3. Boritos
4. Pastasúpan
4 staðir sem ég vildi vera á núna
1. San Fransisco
2. Japan
3. á sólarströnd hvar sem er í heiminum
4. heima á íslandi
4 manneskjur sem ég ætla að klukka
1. ætla að vera leiðinleg og klukka ekki neinn.
Stóllinn minn er fótskemill.... og eins og sjá má er tunglið þrykkt/saumað á... þannig að nú getur maður sett fæturnar á tunglið...heheh
Efnið er svart hör og ég notaði það sem heitir Puffbase til að fá yfirborðtunglsins til að lyftast og svo málaði ég með grárri málingu yfir... lét þorna og svo straujaði ég létt yfir (meira svona notað til að hita) tunglið og þá lyftist puffbasið upp og bólgnar. Bróderaði gígana og stjörnurnar á og saumaði svo efnið saman og tróð stólnum í það og fékk svo Jóa til að hjálpa mér að negla bólstrunarnaglana í fæturnar á stólnum og að halda saman stykkjunum á meðan ég saumaði áklæðið á í höndunum.... Jaaaahhhh... FÓTSKEMILL...!!!!
Gerðum mest lítið um helgina.... ég og Hrafnhildur vorum hjá Þóru og Benna á laugardagskvöldið og svo kom Benni og var í pössun í dag hjá okkur....
Svo er ég að læra að hekla í skólanum og það er ekkert smá skemmtilegt... er búin að vera gera fullt af alskonar prufum... vei vei
góðar stundir
Kata & co
3 Ummæli:
Hæ hæ Kata
Magga perla hér. Ég vissi ekki að þú værir með blogg, ekkert rosalega dugleg að vera í tölvunni. Gaman að lesa það um það sem þú ert að gera og frábært að skoða myndirnar, sérstaklega jólamyndirnar. Það hefur greinilega verið voða kósý hjá ykkur svona tveimur einum.
Bless í bili
Magga
vá hvað þetta er flottur stóll!
það er rosagaman að fylgjast með hvað það gengur vel hjá þér!
hola chica!
það verður matarboð hjá söndru hér í malmö á lau!!
-á ekki að mæta!??
;o)
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim