kata sukkuladi

The hurrier i go, the behinder i get!

laugardagur, október 21, 2006

afmæli, FB og Kasakstan

Amma varð 70 ára í gær TIL HAMINGJU AMMA MÍN!!!! það var matarboð heima hjá mö&pa og öll stór fjölskyldan mætti, það var ekkert smá gaman að hitta alla.
Annars fór ég í heimsókn til FB á föstudaginn og hitti kennarana Báru, Höllu og Guðrúnu og ég fékk stundaskrá og fl til að finna út hvaða fögum ég vill fylgjast með. Mæting kl 8 á mánudaginn, úff hvað mig hlakkar til.
ég fór svo á sýningu Hildar Bjarnardóttur í i8, það var fínt... hélt reyndar að það væru fleiri hlutir á sýningunni...
nú og svo næstu helgi er Handverk&Hönnun í ráðhúsinu... ætla ekki allir að kíkja?
Hey já svo er Jói að fara til Kasakstan í næstu viku og verður í viku... ég er svoldið fúl að þetta er akkurat á meðan ég er hérna heima en svo öfunda ég hann smá að vera að fara til Kasakstan, þetta verður örugglega mjög skemmtileg ferð því að Glímufélag Kasakstan er að bjóða glímufélagi íslands að koma í heimsókn og glíma aðeins...ÆÐI :)
tjúttilú

p.s hvað er málið með öll þessi banaslys í umferðinni????? þetta er hræðilegt...

sunnudagur, október 15, 2006

komin heim

æji hvað það er gott að vera komin heim!!! ég er ekkert smá skotin í kærastanum mínum :), Jói býr núna á Bergþórugötunni í lítilli stúdíó íbúð, hann er reyndar ekki alveg búin að koma sér fyrir, sem er bara skemmtilegra fyrir mig því að þá fæ ég að "ráða" hvernig hlutirnir raðast inn í íbúðina!! vei vei.
Annars er ég bara búin að hafa það gott og búin að taka því rólega, fór til mö og pa í mat, fór svo og hitti Perlurnar á laugardaginn og svo í mat til pa og Þuru á laugardagskvöldið. Allt voðalega huggulegt og gaman að hitta fólkið mitt. Ohhh hvað mér þykir vænt um fjölskylduna mína.
Áður en ég kom heim til íslands stoppaði ég í 2 nætur í Köben með bekknum, við skoðuðum nokkra staði, búð sem er með ökologiska brúðar/partýkjóla, Håndarbejdsfremme (skóli sem er byggður upp eins og skólinn sem ég er í) Kirkelig kunst sem sér um að lagfæra og búa til nýjar presthempur og altarisklæði. Mér fannst allir staðirnir mjög spennandi og gaman að sjá hvað maður getur gert eftir að skólinn er búinn. Annars gékk ég Strikið mjög vandlega og gat keypt mér ýmislegt skemmtilegt. Það var mjög gaman að vera með bekknum utanskóla og nú gat ég talað dönsku sem fjallar ekki um skólan og lærði ég fullt á því.
Eftir kvöldmat ætla ég að kíkja í nýja IKEA og svo í rauðvín til Þórdísar en hún á afmæli í dag og óska ég henni hér með til Hamingju með afmælið.
later

föstudagur, október 06, 2006

nýjar gamlar myndir

að vera andvaka er ekki gaman, nú er klukkan 4 svo að ég ákvað að setja nokkrar nýjar gamlar myndir inn... held að það hafi hjálpað, hlýt að geta sofnað núna.
góða nótt

miðvikudagur, október 04, 2006

bara vika í viðbót....

púff hvað mér gengur illa að blogga... mér finnst ég ekki hafa neitt að segja, ég mæti í skólan og fer heim, sef, mæti í skólan.... en allavega takk fyrir afmæliskveðjurnar... á afmælisdaginn fór ég í skólan.. var svo lengur upp í skóla... fór heim horfði á sjónvarpið og fór svo að sofa!!
Annars er Family Jornal komið út og jólasveinaheftið með því... svaka flott!!
svo er ég að fara á tískusýningu í kvöld og "haustfest" með skólanum á föstudaginn, reyndar eru það bara ég, Katý og María að fara! og svo jú allir í kennaraháskólanum ( hinum skólanum).
svo næsta þriðjudag fer ég með bekknum til köben og við verðum fram á fimmtudag, við erum að fara að skoða handavinnusýningar, skóla og verslanir, ekki amalegt það!.. svo flýg ég heim á fimmtudagskvöldið... þá vonandi hitti ég Diljá á flugvellinum... VEI VEI... sjitt hvað mig hlakkar til að koma heim....
Annars er ég í prjónakúrs núna og er að gera prufur úr mismunandi efni og mismunandi mynstur... bara svona til að fá meiri vitneskju um efnin og hvað virkar og hvað virkar ekki... mjög gaman...
jæja ég ætla að skella mér niður í bæ, stússast aðeins og fara svo í sund...
Ta ta..
kata