kata sukkuladi

The hurrier i go, the behinder i get!

sunnudagur, október 15, 2006

komin heim

æji hvað það er gott að vera komin heim!!! ég er ekkert smá skotin í kærastanum mínum :), Jói býr núna á Bergþórugötunni í lítilli stúdíó íbúð, hann er reyndar ekki alveg búin að koma sér fyrir, sem er bara skemmtilegra fyrir mig því að þá fæ ég að "ráða" hvernig hlutirnir raðast inn í íbúðina!! vei vei.
Annars er ég bara búin að hafa það gott og búin að taka því rólega, fór til mö og pa í mat, fór svo og hitti Perlurnar á laugardaginn og svo í mat til pa og Þuru á laugardagskvöldið. Allt voðalega huggulegt og gaman að hitta fólkið mitt. Ohhh hvað mér þykir vænt um fjölskylduna mína.
Áður en ég kom heim til íslands stoppaði ég í 2 nætur í Köben með bekknum, við skoðuðum nokkra staði, búð sem er með ökologiska brúðar/partýkjóla, Håndarbejdsfremme (skóli sem er byggður upp eins og skólinn sem ég er í) Kirkelig kunst sem sér um að lagfæra og búa til nýjar presthempur og altarisklæði. Mér fannst allir staðirnir mjög spennandi og gaman að sjá hvað maður getur gert eftir að skólinn er búinn. Annars gékk ég Strikið mjög vandlega og gat keypt mér ýmislegt skemmtilegt. Það var mjög gaman að vera með bekknum utanskóla og nú gat ég talað dönsku sem fjallar ekki um skólan og lærði ég fullt á því.
Eftir kvöldmat ætla ég að kíkja í nýja IKEA og svo í rauðvín til Þórdísar en hún á afmæli í dag og óska ég henni hér með til Hamingju með afmælið.
later

4 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Hæ Mjási minn!
Minns er líka að koma heim á fimmtudaginn en fer aftur út á sunnudaginn :-( Vonandi náum við að hittast pínu ...fáum okkur kannski eins og einn ís saman ;-)
Kveðja,
Hafd-ís

18.10.2006, 00:35  
Anonymous Nafnlaus sagði...

jú þakkir
;o)

19.10.2006, 00:48  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ótrúlega gaman að hitta þig á Strikinu! Ætlaði ekki að trúa því þegar ég sá þig! :o)

Svona er heimurinn stundum lítill!

Kveðja,
Helena

20.10.2006, 21:20  
Blogger Helga sagði...

Það er klárlega skylda að kíkja á mig og Atla niðrí Vodafone. Vorum einmitt að tala um daginn um hvað við söknuðum þín ;o)

Kveðja, Helga Sv.

21.10.2006, 06:56  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim