kata sukkuladi

The hurrier i go, the behinder i get!

mánudagur, apríl 10, 2006

Páksafrí og gott veður.

Ég fór í páksafrí á föstudaginn og er bara búin að lyggja með tærnar upp í loftið og hafa það gott...Ég og Jói erum bara ein í kotinu... eða bara bænum!! Þóra&Benni fóru til Íslands á föstudaginn í páskafrí og Hrafnhildur flutti aftur til Íslands á föstudaginn, skólinn hennar var búinn og Katý fór til Svíþjóðar að hitta fjölskylduna sína... þannig að það er búið að vera frekar rólegt hérna. Ég fékk lánaða prjónavél heim til að hafa yfir páskafríið þannig að nú get ég prjónað á fullu og gert prufur og svona... gaman gaman...
Tommy er enn í bænum. Hann og vinur hans Kim komu í heimskókn til okkar á föstudagskvöldið og þeir elduðu lambakjöt og tilheyrandi.... wow hvað það er langt síðan ég borðaði lambakjöt... það er næstum ekki hægt að fá lambakjöt hérna, bara svína- og nautakjöt... Fúlt maður!!!
Annars er bara komið sumar!!! eða svona næstum... það var glampandi sól í dag, logn og 10 stiga hiti og íslendingurinn í mér fór náttlega bara í stuttermabol og jakka... einhver sagði mér að það snjóaði heima... :)
Í síðustu viku var ég í tíma þar sem við áttum að hanna LOGO ið okkar.. ég er komin með nokkrar hugmyndir af Logo-i, en mér þætti gaman að heyra frá ykkur, hvort að þið hefðuð eitthvað til málanna að leggja..?

K & co.

2 Ummæli:

Blogger Katrín sagði...

líst vel á hugmyndir um að hittast í sumar - veit samt ekki ennþá hvernig ég verð að vinna. en byrja samt að vinna um leið og ég kem út ...
en við hljótum að geta fundið tíma !
knús Katrín

11.4.2006, 00:24  
Anonymous Nafnlaus sagði...

This is very interesting site... » »

6.3.2007, 23:41  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim