kata sukkuladi

The hurrier i go, the behinder i get!

fimmtudagur, nóvember 24, 2005

ömurlegt veður...

... en lífið svo yndislegt.... talandi um að vera í rússibana tilfinninganna..!
já og vefverkefnið heldur áfram að þróast, við semsagt hlustuðum á tónverk eftir Chopin, og núna er ég búin að ákveða hvað ég ætla að gera...sjal í anda tímabilsins 1920, svart /glansandi eins og flýgil með perlum í og musturáferð sem ég fann upp sjálf, (hún hefur reyndar verið fundin upp áður) með því að gera prufurnar sem ég var einmitt svo dugleg með. Núna næstu viku mun ég búa upp í skóla, mig hlakkar nú svoldið til að fara að vefa svona mikið...
Síðasti þátturinn af Desprit housewifes var í gær... og nýja serían byrjar næsta vor... djö.. ég get ekki beðið svo lengi... ætti kannski að ná í næstu serí á netinu? ef hún er til þar...
Svo styttist óðum í það að elsku, elsku besti Jói minn komi til DK, við ætlum að halda jólin hátíðleg hérna á Ellekonebakken... bara veit ekki hvað á að vera í jólamatinn... annars er ég bara með fiðrildi í maganum yfir því að vera hérna ein með Jóa og við þurfum ekki að kveðjast núna í langan tíma, Vona bara að hann fái vinnu fljótt sem honum líkar í þá á þetta eftir að ganga eins og í sögu.
og já ég er búin að finna besta súkkulaði í heimi.. það heytir Mjölkachoklad frá Marabou... þið verðið að prufa það...

pís & lov.
kata

4 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

sounds good.. all is well...

..er það svona fjólublátt.. ? (súkkulaðibréfið altso...?)

;o/

25.11.2005, 01:46  
Blogger Kata sagði...

nei gult með bláu merki!

26.11.2005, 00:57  
Anonymous Nafnlaus sagði...

fyrst ég byrjaði..

Carrie: Maybe all men are a drug. Sometimes they bring you down and sometimes, like now, they get you so high.

;o)
hmm

28.11.2005, 01:35  
Anonymous Nafnlaus sagði...

..ehhh hef prófad súkkuladid ;)

29.11.2005, 12:47  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim