kata sukkuladi

The hurrier i go, the behinder i get!

sunnudagur, nóvember 06, 2005

Hrósið fær...

ég bara verð að segja ykkur það að Þóra Bríet Pétursdóttir fær Hrósið fyrir daginn í dag!!! já og bara alla daga. Hún er duglegasta manneskjan sem ég þekki. reyndar fá bara allar einstæðar mæður hrósið en hún fær að vera í fyrsta sæti!!!
ég fór með Þóru, Katý og Benna á kaffihús í dag sem var mjög skemmtilegt og svo í fötex að versla í matinn, heldum svo stelpukvöld heima hjá Þóru og fengum okkur smá hvítvín og horðum á íslenska bacelorinn og sex in the sity.... allt alveg ótrúlega gaman alveg þangað til að ég fékk hjólið hennar Þóru lánað... þetta er 3 gíra kaggi með kerru aftan á ... mjög hentugt ef maður á barn sem er orðið of stórt í barnastól ... eða ef að maður er með marga innkaupapoka... ég byrjaði að hjóla af stað og upp brekkuna.... veit ekki alveg hvernig ég á að lýsa því sem framm fór nema að allt í einu var eins og himinn og jörð yrðu eitt og stjörnurnar byrtust og ég færðist í átt að ljósinu.... var ég að deyja? Nei ég dó ekki heldur hélt áfram upp brekkuna með æluna í munninum ...mér varð hugsað til Þóru með Benna aftan í kerrunni að hjóla upp brötu brekkuna í bænum og mig við hliðina á, með glott í smettinu, að spyrja hvort að þetta væri erfitt...en við tók bara smá beinn kafli og svo önnur lítil brekka... í henni dó ég... Já hún Þóra fær hrósið fyrir að geta actully hjólað á þessu með Benna aftan í kallandi "áfram, áfram, hraðar hraðar!!!"
takk fyrir kvöldið stelpur

3 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

takk sæta mín!!!

ég var svo glöð að lesa þetta, já hjólið mitt er spes...

sé þig eftir smá í grjónagraut....

Þóra

8.11.2005, 16:59  
Blogger kókó sagði...

Vá!

10.11.2005, 01:20  
Blogger kókó sagði...

Hvar er skals?

10.11.2005, 01:24  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim