Já það er búið að vera svona brjálað að gera hjá mér.... alveg ótrúlegt hvað maður getur uppskorið vel af því sem maður sáir!!!
Í fyrra áttum við í bekknum að búa til uppskriftir og prjóna danska jólasveina eins og margir vita en tilgangurinn var með þessu var semsagt að uppskriftirnar voru sendar inn í "jólauppskriftablað" fyrir konublaðið Family Jornal... en ég var semsagt að fá að vita að jólasveinninn sem ég prjónaði var valinn ásamt 7 öðrum sveinum úr bekknum... að launum fæ ég 1000 kr danskar .... ég var ótrúlega ánægð með þetta....
svo var ég að fá að vita að Fjölbraut í Breiðholti býður mig velkomna til að fylgjast með kennslu hjá sér í október.. veivei...
OG SVO VAR ÉG á ROLING STONES TÓNLEIKUM!!!!!!!!!! ég er enþá ekki alveg að trúa þessu en þetta atvikaðist þannig að ég skutlaði Tommy í góðsemi minni í einhvern skóg því að þar var hópur af fólki sem var búin að ráða hann sem trjá/guide/klifrara... þetta fólk skemmti sér svo vel að klifra í trjám að það bauð Tommy 2 miða á verði eins á The Roling Stones sem spiluðu í Horsens á sunnudagskvöldið.... við ákváðum að þetta væri nú bara onceinalifetimeopertunity þannig að við drifum okkur á sunnudeginum til Horsens og skemmtum okkur ágætlega... hittum Kim vin hans en annars voru 85000 manns á tónleikunum og ég held barasta að ég hafi aldrei séð svona mikið af fólki nema kannski á markaðnum í Kumasi í Ghana.

Þeir voru sprækir gömlu karlarnir og ég urlaðist þegar að þeir byrjuðu að spila "paint it black", en annars spiluðu þeir: jumpin´Jack Flash, It´s, Honky tonk women , you can´t always get what you want, Stisfaction, brown sugar, simpathy for the devil, og fleiri sem ég þekki ekki með nafni. hefði nú samt viljað heyra she´s the reinbow og wild horses... en maður segir nú bara takk fyrir mig og heldur kj að hafa fengið þetta tækifæri.... annars sér maður rétt glitta í "the licker" (munninn og tunguna). mátti sko ekki fara með myndavél inn en mátti hins vegar hafa síman minn sem er með crapy vél.
ég saknaði Jóa samt hrikalega.. hafið þið tekið eftir því að ef að eitthvað mikilvægt er að gerast í lífinu þá vill maður bara deila því með þeim sem maður elskar!!
Já og svo var mamma að segja mér að Crocodile Hunter Steve Irwin væri látinn!!!! omg hvað er að gerast... ég samhryggist fjölskyldunni hans rosalega... mér lýður eins og ég hafi mist vin!!!
well mér finnst þetta allt stór fréttir og er svo kát yfir þessu öllu saman. nema nátlega að steve er dáinn.. allt að gerast!!!