kata sukkuladi

The hurrier i go, the behinder i get!

mánudagur, september 18, 2006

sona sona ég skal hugga þig....

Hellú!!
Á föstudaginn í síðustu viku var ég svo stolt af mér, ég átti að kenna bekknum mínum eitthvað um vefinn sem ég setti upp...og já þetta er vefur í vefstól... ekki heimasíða!!! allavega þá gékk kennslan bara vel og ég fékk góð viðbrögð frá bekknum. :´)
Og til að kóróna stressið og álagið í skólanum þá varð ég veik á sunnudaginn...slöpp, máttlaus, með beinverki, hausverk (og ég fæ mjög sjaldan hausverk) og svitaköst á hágu stígi... en er þó ekki með hita... nú og það vita allir að þegar maður er hitalaus er maður ekkert veikur... þannig að ég er búin að vera rembast við að halda athygglinni við lærdóminn... var samt heima í dag og verð heima á morgun líka.... arggggg....það er svo týpiskt að verða veikur þegar eitthvað mikið lyggur við... ég átti að skila bróderi verkefni í dag sem er búið að ganga á aftur fótunum síðan ég byrjaði á því... frábært... ég vona bara að þetta sé svona 3 daga veiki og svo búið...
well... nóg af væli og voli...
Annars sendi mamma mér grein úr morgunblaðinu sem fjallar um páfagauk Rósu frænku (en hún er systir Bjössa pabba). páfagaukurinn heitir Bibblína og "kann" að tala... hann (Bíbbalína varð svo karlkyns eftir allt saman) kann að segja "Daníel farðu í bað" "sona sona ég skal hugga þig" , "Rósa hvar ertu?" , "Bíbbalaína vertu góð" og eitthvað fleira.. mér finnst svo skondið að páfagaukurinn kann að segja sona sona ég skal hugga þig.... mig langar í svona páfagauk til að hugga mig þegar ég er veik!!!
k

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim