kata sukkuladi

The hurrier i go, the behinder i get!

fimmtudagur, september 20, 2007

Lífið er yndislegt!

Þá er ég komin heim og verð núna framm yfir áramót, þetta verður yndislegt að vera heima í svona langan tíma... og ekki spillir að búa á Kárastígnum með Jóa.
Á mánudaginn 24 sept byrja ég svo að vinna hjá Forvörsludeild Þjóðminjasafnsins og verð þar næstu 5 vikurnar... hlakka ofsalega mikið til að sjá hvernig þetta gengur fyrir sig hjá þeim.
Ma og pa skruppu til Glasgow svo að ég verð að "passa" sistkynin um helgina, passa að þau viðri sig, borði og sofi í rúmminu sínu...
ég er nú ekki mikið rjómaísmanneskja en OMG hvað ísinn í Blómaval er góður... síðast fékk ég mér ís í boxi með karamellu ídýfu, lakkrískurli, daimkúlum og piparpúka dufti... mmmm fæ alveg vatn í munninn á að skrifa þetta...
heyrðu já og svo keypti ég "eletroniskabilledmaskinu um daginn og tók nokkrar myndir af djamminu í Viborg... ætla að reyna að setja þær inn um helgina.
Tommy panntaði lopapeysu þegar hann var hérna í sumar, hann keypti meira að segja garnið sjálfur í hana og bað mig um að prjóna hana, ég byrjaði á henni í gær... þetta er alveg voðalega skemmtilegt...
á þessum stutta tíma sem ég var í danmörku þá náði ég að prjóna 10 trefla, og 2 slå om peysu/ermar og eina sjalapeysu... allt í æðislegu prjónavélinni minni... ég á eftir að sauma flíkurnar saman og þvo treflana... svo set ég inn myndir á síðuna svo allir geti séð hvað ég var dugleg :)

Helgina verður róleg kannski ég fari bara í ísbíltúr
Sjáumst

1 Ummæli:

Blogger Dilja sagði...

vá ég var einmitt að hugsa um í morgun hvar ég ætti að kaupa mér vetrar gallann (þeas húfu, vettlinga og trefil )
fæ kannski bara að leggja inn pöntun hjá þér fröken prjónavél?:)

já og nágrannar sameinins, asap!

21.9.2007, 20:15  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim