Púhe!! det er varmt...
ég gleymdi alveg að óska honum Jóa til hamingju með 30 ára afmælið þann 15.apríl... Til hamingju elskan mín, en sem betur fer var ég bara á landinu og gat því kysst hann í tilefni dagsins :)
nú er vika síðan ég kom til Dk aftur og ég er byrjuð í tekstil prófinu, sem er með þemað talandi tekstill!! ég valdi að gera mismunandi boli á kvennfólk og svo ætla ég að setja eitthvað symbol framan á bolinn... ekki neitt ný hugmynd enda fjallar prófið ekki um það heldur processen frá hugmynd til endanlegrar útkomu... mér gengur ágætlega með þetta.
ég er svo búin að vera að stíga mín fyrstu skref í módelbransanum... hehe... nei nei bara djóka, en Sally sem er í mediaskólanum bað mig um að sitja fyrir hjá sér á 9 ljósmyndum og var ég nú bara alveg til í það. þetta eru "tímabila" myndir, þannig að ég fer í smink hjá Oddvari sem er mega klár í sminki og svo er alveg outfitt í takkt við tíman fyrir hverja mynd. Mér finnst þetta ótrúlega skemmtilegt... gaman að sjá hvernig maður sjálfur breytist frá einu looki í annað...
annars hringdi fólkið sem er núna að leygja íbúðina á Jernbanegade og spurðu hvort ég vildi flytja 1 mánuði fyrr inn !! já vei vei það vildi ég, þannig að ég flyt 15 júní í stað 15 júlí. Rosalega varð ég kát með það.
svo á morgun er ég að fara til Århus í risastóru efnabúðina, það verður sko ekki leiðinlegt... ég fer með Þóru, Katý og Eydísi og ætlum við að gera okkur glaðan dag í stórborginni...
en akkurat núna er um 17 °c úti og næstum logn og glampandi sól... ekki amarlegt það, vona bara að veðrið verði svona á morgun líka.
peace out
k
2 Ummæli:
til lykke med det hele!!
skål.
jii en spennó...
maður þarf bara að fara að gera sér ferð út til að skoða :)
best að byrja að safna í bauk...
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim