kata sukkuladi

The hurrier i go, the behinder i get!

laugardagur, mars 24, 2007

slá þessu bara upp í kæruleysi

ég var búin að ákveða þegar ég skilaði annarverkefninu mínu fyrir jól að ég ætlaði aldrei aftur að fara fyrr heim til íslands, þe ætlaði sko ekki að missa fleiri daga úr skólanum en ég þyrfti.... hvað haldið þið að ég hafi svo gert??? nú auðvitað ákveðið að koma fyrr heim og ákveðið að vera lengur heima því að Jóinn minn verður 30 ára 15.Apríl... hehe ég er ágæt... svo kom ég líka heim helgina 15.3 til 19.3 því að bróðir Þuru, Eiríkur, dó í sjóslysis fyrir vestan... það var mjög gott að koma heim og vera með fjölskyldunni þó svo að þetta hafi verið leiðinlegar aðstæður.
Ég eignaðist meira að segja nýja frænku sem heitir Avona, en hún er dóttir Eiríks...hún er nú samt ekki alveg ný, orðinn 27 ára :) og býr í Osló. Hlakka til að heimsækja hana þangað... :)
Ég á frekar mikið eftir að gera í skólanum, en ég ætla sko alveg að slá þessu upp í kæruleysi og fara á djammið í kvöld með Maríu og Katý og nokkrum öðrum stelpum sem ég þekki ekki... lýst bara vel á þetta :)
Svo fæ ég að gista hjá Dísu Eyfeld (vinkona Þuru og pabba) í köben nóttina áður en ég kem heim... þannig að ég verð bara að taka lærdómin með mér heim til íslands, enda er það bara allt í lagi.

Partý púkinn kallar...

katie

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim