kata sukkuladi

The hurrier i go, the behinder i get!

sunnudagur, febrúar 25, 2007

Gestagangur

Mamma og Helga Rún komu í heimsókn til mín síðasta miðvikudag og eru að fara í dag (sunnudag)... það er búið að vera æðislegt að hafa þær í heimsókn, mér reyndar finnst þetta allt of stuttur tími fyrir þær að koma í heimsókn, en betra er lítið en ekkert!!!! Við erum búnar að fara á caffé Morville og hitta stelpurnar Þóru og Katý, mamma og Helga ætluðu svo að koma með mér í skólan og sjá hvernig kennslan færi framm, nema hvað að skólanum var lokað vegna veðurs!! smá snjór... Svo eru þær búnar að vera duglegar í búðunum og það er ekkert betra en að fá "mömmumat" heima hjá sér!.. svo erum við búnar að hafa það mjög huggulegt og kósý...þetta er búið að vera æðislegt...það er líka svo gaman að fá gesti.
Loksins, loksins!! kom veturinn sem ég var að biðja um... Það er búið að sjóa ótrúlega mikið, allt á kafi í snjó...og það er mjög skrítið að hugsa til þess að það sé sól og gott veður á íslandi en snjór hér.
Jói kemur svo á miðvikudaginn og verður í 8 daga.... það verður GEÐVEIKT að hitta hann, ég sá hann síðast 7 jan!

fleira er ekki í fréttum, fréttir verða sagðar síðar

p.s ég er hætt að reykja, síðan 8.feb og gengur vel... ég er svo stollt

3 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

júhú til hamingju með reykleysið - ég er líka stolt af þér !!
knús, Katrínj

25.2.2007, 17:18  
Anonymous Nafnlaus sagði...

splendid!
til lukku!
;o)

-bið að heilsa gömlu og litlu
:o)

26.2.2007, 21:07  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Kærar þakkir fyrir blóðmörskeppinn, smakkaðist alveg stókostlega :o)

14.3.2007, 21:35  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim