kata sukkuladi

The hurrier i go, the behinder i get!

sunnudagur, ágúst 27, 2006

pínku pirruð! og nýtt símanúmer

Ég er svolítið pirruð eins og er ... sim kortið í símanum gaf sig.. það er hægt að hringja í mig en ég get ekki hringt eða sent sms.... það fer óstjórnlega í taugarnar á mér!! þannig að ég er komin með nýtt símanúmer sem er +45 40 20 75 65. ég ætla að reyna að komast í símabúðina á morgun og fá nýtt sim kort, annars er ég að pæla að skipta um símafyrirtæki því að ég fann annað sem er mikið ódýrara...
Annars er ótrúlega mikið að gera í skólanum eða mikið álag... ég er að setja upp vef, sem er "samansett binding", "lærred" einumeginn og hinumeginn er hann "2/2 kipper". Þetta virkar þannig að lærred meginn er hann þéttofinn en kipper meginn er hann lausofinn (lengra á milli þess sem þráðurinn er ofinn ofan í efnið)... þar af leiðandi er efnið slitsterkt (2 lög af efni, og það er hægt að nota það á húsgögn, jakka, kápur, teppi og bara allt, fer alveg eftir því hvað þráðurinn er fín/grófur sem ofið er með... allavega meikar þetta sens fyrir mér! Ég er búin að vera núna 3 seinniparta og laugardaginn að gera vefstólinn tilbúin til að hægt sé að vefa prufurnar... ótrúlegt hvað þetta er tímafrekt... en svo ótrúlega gaman... sérstaklega þar sem maður skilur hvað maður er að gera... "stærðfræðidæmið" gengur upp og ég skil það!!!
:) :)
Í annari viku í október er haustfrí í skólaum og er það í viku og er ég að hugsa um að koma heim... því að í svo beinu framhaldi af fríinu á ég að fara í 3 vikna starfsnám og er ég búin að senda FB e-mail og spyrja þá hvort ég megi ekki taka starfsnámið þar... ef ég fæ ekki inn í FB ætla ég að reyna að finna eitthvað annað á íslandi...
Jóa var svo boðin vinna til Apríl á næsta ári heima á ísl.... og VIÐ erum eginlega búin að ákveða að hann taki henni... þýðir ekkert að hanga hér í DK og gera ekki neitt... við höfum enganveginn efni á því... Það á eftir að verða spennandi hvernig við eigum eftir að höndla svona aðskilnað... reyndar hef ég fulla trú á okkur þannig að ég efa að þetta verði alveg hræðilegt.. ég er líka í svo skemmtilegu námi og það er svo krefjandi að tíminn á eftir að fljúga áfram...
Á laugardagskvöldið fór ég í sparikjólinn og var voða fín... en tilefnið var kaffihúsaferð með Katý...svo sátum við eins og prinsessur að brodera á laugardagskvöldi þegar að allar hinar stelpurnar drukku bara og voru svona frekar ÓPRINSESSULEGAR!!!
Heyrst hefur að Katý líkist Alexöndru dana prinsessu!!!

Annars er mér búið að ganga frekar illa að tala dönskuna eftir ca 2mánaðar frí .. en þetta er allt að koma... plús það að ég er farinn að fatta hvernig ég get talað hana mýkra... æfingin skapar meistarann.
chio

4 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Hæ. Ekki vissi ég að þú hefðir verið á Íslandi í sumar. Það var ekkert verið að kíkja á gömlu vinnufélagana, mar er bara hálf móðgaður ;o) hehe.

Gott að heyra að þér gengur vel í skólanum, þetta hljómar mjög spennandi.

P.S. Áttu ekki að vera með öll símamálin á hreinu? ;o)

Kv. Helga Sv.

28.8.2006, 02:09  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Hahahaaa..... takk fyrir síðast leidí, endilega skellum okkur aftur í kjól fljótlega og bróderum. Það er sko ekki leiðinlegt :o)

28.8.2006, 20:48  
Blogger Kata sagði...

jú ég hélt að símamálin hjá mér ættu að vera í lagi... en einginn veitt fyrr en reynir á...
kjóll og vín næstu helgi???

28.8.2006, 22:05  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Kjóll og vín....

Vín úr martiniglösum á Sjællandsgade 9b st.th.

29.8.2006, 19:57  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim