kata sukkuladi

The hurrier i go, the behinder i get!

laugardagur, ágúst 12, 2006

& I´m back in the game!!

Danir eru nú alveg sér á báti... þessar elskur... ég flaug frá ísl kl 13:45 og var lent á dönskum tíma kl 19:00 og þurfti að bíða soldið lengi eftir töskunni minni en þar sem þolinmæði er ein af mínum sterku hliðum :) þá beið ég róleg, rölti svo og keypti mér lestar miða til viborgar... afgreiðslumaðurinn sagði mér á hvaða brautarpalli í Århus ég ætti að bíða á og var ég nú bara nokkuð ánægð með þjónustuna... lestin lagði svo af stað 20:40. og átti að vera komin 00:08 til Århus. á lestarstöðinni á kastrup hitti ég Eydísi skólasystur mína (sem betur fer), þegar lestargaurinn kom svo til að tékka á miðunum leit hann á miðan minn og sagði mér og sýndi að næsta lest til viborgar væri kl 4:58 um morguninn... vei ég átti semsagt að bíða í næstum 5 tíma á lestarstöðinni í Århus og helv... lestarmannfýlan sem seldi mér miðan var ekkert að segja mér það!!!! Hver gerir svona??? en sem betur fer fékk ég að gista heima hjá Sólrúnu systur Eydísar ásamt Eydísi... Takk æðislega fyrir mig!! Þið björguðuð mér alveg.
Ég kom svo heim seinni partinn í kotið mitt... ahhh það er nú gott samt soldið mikið tómlegt án Jóa en það eru bara 2 mán þangað til að hann kemur til mín :)
Á mánudaginn er svo rice&shine, mæting kl 8:30 í "nýja skólan" GVÖÐ hvað mig hlakkar til.
Annars átti ég yndislegt sumar á íslandi... allt gékk eins og í sögu... íbúðin,vinnan og félagslífið. Allt eins og best var á kosið.
over and out
K

5 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Elsku Kata mín ! Það var æðislegt að sjá þig í sumar :) Sérstaklega minnistætt er náttúrlega brúðkaupið hjá Möggu og Ingvari þar sem við skemmtum okkur konunglega. Ég vona að þú þraukir í tvo mánuði án Jóa og gangi þér vel með skólann og ,,verkefnið" sem þú varst að segja okkur frá í perluklúbbnum ! ;)
kv. Jóhanna

14.8.2006, 13:35  
Anonymous Nafnlaus sagði...

hæ og takk fyrir síðast.
hlakka til að sjá þig næst.
knús,
anna.

14.8.2006, 18:26  
Blogger Kata sagði...

verkefnið gengur skítt!!!

14.8.2006, 21:58  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Þú sagðir MÉR ekki frá þessum hremmingum með heimferðina!! á ekki aðsegja mömmu sinni allt ??? Það var gott að heyra í þér í gær, alltaf gotta að tala við þig. gangi þér bara vel Kata mín
þín M

15.8.2006, 14:13  
Anonymous Nafnlaus sagði...

gosh.
það er svo langt um liðið... maður átti ekki von á færslu fyrr en undir jólin... hmm

:o)
skemmtileg saga sem hremmingarnar skilja eftir sig...

ég er rosa kát með sumarið -frábært að þú skildir hafa komið... splendid alveg hreint. þúsund þakkir.
hlakka til að hittast næst
kossar&knús

17.8.2006, 00:46  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim