kata sukkuladi

The hurrier i go, the behinder i get!

föstudagur, mars 10, 2006

Gullfiskarnir mínir...

Í síðustu viku fórum við í Plantorama og keyptum okkur 2 gullfiska... Þeir heita Pú og Pa. Þetta eru svona svartir slæðufiskar sem eru að missa augun út úr höfðinu... voðalega sætir.... hehe
Annars er ótrúlega mikið að gera í skólanum.. vefverkefni, prjónaverkefni og 4 bls ritgerð á dönsku, saumaverkefni... VVVVvvhúú!... en það er löng helgi framundan og ég vona að ég nái þessu öllu fyrir tilsettan tíma...
Hrafnhildur gisti hjá okkur í síðustu viku. Við fórum í bíó á The Pink Panther... ágætis mynd, átti sín móment.

jæja maður ætti kannski að halda áfram að prjóna Nissa no 3. Þeir verða á öllum dönskum heimilum næstu árin... hehe ... eimitt

Góðar stundir

3 Ummæli:

Blogger Fríður sagði...

Var að skoða myndirnar hjá þér... Ég er búin að komast að því að við erum alveg svart og hvítt.. ég sé um tæknimál og gæti ekki saumað öskupoka og já... þú öfugt.. plús og mínus... semsagt pössum mjög vel saman :)

22.3.2006, 16:47  
Blogger Katrín sagði...

sko ég hélt að það væri alveg á hreinu að það er skylda að blogga amk einu sinni í viku þegar maður býr í útlandinu !!
bara svona minna þig á það!

22.3.2006, 21:48  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Hæ Kata mín ! Vildi bara kvitta fyrir mig til tilbreytingar og láta þig vita að ég er alltaf að fylgjast með blogginu þínu ! Vona að þið hafið það sem allra best úti í Danmörku. Ætliði að koma e-a heim í sumar ???
kv. Jóhanna Héðinsd.

23.3.2006, 11:54  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim