kata sukkuladi

The hurrier i go, the behinder i get!

laugardagur, ágúst 20, 2005

Vika 2...

vá mér finnst ég vera búinn að vera hérna í ár....ég er búinn að gera svo mikið..

í dag er 26°c hiti og ég er að deyja drottni mínum úr svita...samkvæmt yahoo þá er 26°c stiga hiti og glampandi sól, 51% raki...enda þorna fötin mans á 3 dögum... maður verður allur klístraður og þvældur. Reindar er búið að vera skýjað og kannski svona 15°c en ekki mikil sól, þannig að ég og kríuskítslitaði líkaminn minn verðum bara að sætta okkur við það!!!
Síðasta laugardag flutti ég frá Skals til Viborg, inn til Þóru&Benna, þau eru komin með ótrúlega flotta íbúð...tekur bara 10 min að labba á rútuplatzið eins og ég kalla það (bein þýðing af danska orðinu "rutupladsen")... búðin bara á horninu, leikskólinn hans Benna bara í næsta húsi og allt frekar þægilegt.
Í vikunni fékk ég svo að kíkja á mína íbúð sem er 45fm2 ... hún er ótrúlega björt og fín...en ég held að ég eigi eftir að afhausa Jóa í svona lítilli íbúð... þannig að ég er að leita af annarri sem er stærri og ég held að ég sé búinn að finna hana. :) Hún er 65fm2 og 3 herbergja...vona að ég fái hana núna 1. sept... hún er reyndar ekki í miðbænum en kostar því það sama og litla íbúðin. Þarf að fara á mánudaginn og ath hvort að ég geti ekki skrifað undir leigusamning...

Það er ótrúlega gaman í skólanum og broderi-verkefnin hrannast upp og ég hef ekki undan við að sauma...reyndar get ég ekki saumað eins mikið og ég vil því að það vanntar öll ljós í íbúðina hennar Þóru, þannig að við erum bara með kertaljós og kósý stemmingu framm eftir kvöldi.
Þetta tekur ekkert smá mikið á að hlusta á dönsku allan daginn...að vera einbeittur allan tíman og reyna að hugsa hvað maður á að segja á dönsku...og svo að þurfa að stússast hitt og þetta, eins og að fá kt: 290979-3184, finna íbúð, versla í matinn, finna aldi (bónus búð) taka strætó, brodera, borða o.s.frv.
ég vakna vanalega um 6:30 og tek strætó kl:7:45 og er svo farinn að sofa milli 10 og 11.

Svo kemur elsku ástin mín á morgunn og verður í 10 daga... Vei vei... hann verður gerður að rafvirkja hið fyrsta svo að broderi frammleiðslan geti haldið áfram!!!
Það er svo gott að finna hvað maður elskar kærastan sinn mikið, langar svo oft að hann upplifi líka allt þetta nýja og skemmtilega sem ég er að ganga í gegnum, eins og t.d að finna íbúð, leita af húsgögnum, ruglast í dönskunni, finna út hvernig þetta allt virkar og þannig...en ég Þóra leiðum hvor aðra í gegnum þetta saman!!

HAHAHA!!! verð að segja ykkur klaufa sögu af mér... sko ég á að finna mér stól fyrir broderi, og verkefnið semsagt gengur út á það að maður eigi að brodera í stólinn...sessuna,bakið eða eitthvað ...allavega þá fann ég lítinn fótskemil sem mér fannst alveg tilvalið að brodera í, hann er eins og ruggustóll þannig að það var svoldið erfitt að halda á honum, en eftir að ég var búinn að kaupa hann gékk ég með hann undir hendinni alla göngugötuna sem er nú ekki frásögufærandi nema hvað að ég var í skærbleikum brjósthaldara og mjög teygjanlegum hlýrabol... mér fannst allir vera að glápa á mig og brosa soldið þegar að það mætti mér og brosti ég nú bara til baka "voðalega eru danir almennilegir og brosmildir"...svo fatta ég (einmitt eftir að hlýrabolurinn er farinn að skerast í öxlina á mér) að hann er kominn fyrir neðan brjósthaldarann!!!! ég bara búinn að ganga um bæinn með brjósthaldarann út í loftið og hlýrabolinn á maganum!!!! og með nýja fallega broderistolinn minn :)

Annars er bara allt gott að frétta...ætla að láta þetta vera nóg í bili, bið bara að heilsa og takk fyrir að commenta!!!
sakna ykkar

luv Kata

8 Ummæli:

Blogger Katrín sagði...

haha mjög gott fist impression :-)

20.8.2005, 23:55  
Anonymous Nafnlaus sagði...

hahhahah
;o)

21.8.2005, 17:13  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Það er gaman að lesa þetta og gott að finna hversu glöð þú ert Kata mín
Gangi þér all sem best
Hugas oft og mikið til þín
og sakna þín alveg ofboðslega mikið
Þín Mamma ;-)

22.8.2005, 13:26  
Anonymous Nafnlaus sagði...

gaman að lesa bloggið þitt.
ha'det godt min sode veninde :)

27.8.2005, 01:23  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Múhahahaha, keep up the good work ;-)
Kveðja Hafdís

1.9.2005, 15:28  
Anonymous Nafnlaus sagði...

hey hon!
hvað með viku 2 og 3 og 4 og..
;o/
ég bíð alveg spennt!!

7.9.2005, 01:06  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Sammála síðustu skrifum.. þýðir ekkert að gefast upp í blogg-heiminum sí svona..
Hlakka til að lesa meira um Danmerkur-dvölina !!!
Jóhanna

12.9.2005, 10:55  
Blogger Helga sagði...

Klukk!

Þar sem ég er búin að klukka þig þá verðurðu að blogga ;o)

Kv. Helga Sv.

20.9.2005, 01:53  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim