kata sukkuladi

The hurrier i go, the behinder i get!

laugardagur, ágúst 06, 2005

Komin til Danmerkur!!!

Já nú er maður bara komin til Danmerkur!!! :) Loksins loksins...

Fór með dótið mitt á skip á miðvikudaginn, það var ekkert smá gott þegar að það var búið að ganga frá því...kostaði ekki nema 8000kr og það verður flutt alveg heim að dyrum í Viborg. Svo sótti ég Helgu Rún systur mína á fimmtudeginum og vorum við að stússast eitthvað saman allan daginn. Svo var "síðasta máltíðin" heima hjá mömmu&pabba. Amma&afi, Þorsteinn og pabbi&Þura komu...ohh hvað ég þoli ekki kveðjustundir.... Kvaddi svo Hafdísi og Ingu, pakkaði svo niður í töskuna restina af dótinu til að vera tilbúinn daginn eftir. Knúsaði svo Jóa minn í köku...svaf svo bara í 2 tíma, það var frekar erfitt að vakna, en það hafðist. Jói skutlaði mér svo út á völl... Elsku hjartans Jói minn!!! næst þegar að ég flyt til útlanda ætla ég ekki að fara ein fyrst... meika ekki að kveðja elskuna mína aftur, samt er svo stutt í að við munum hittast aftur...allvega eins og planið er núna. Hann kemur vonandi eftir 2-3 vikur og verður í 2 vikur og fer svo aftur :( og verður þá á Íslandi í 2 mánuði og kemur svo alfarið til mín aftur. Vúhú!! Mikið hlakkar mig nú til að hitta hann...hehe bara búinn að vera í burtu í 1 dag og er strax farinn að sakna hans!!
Var kominn út á völl um 5:30, hitti Hrafnhildi, Þóru og Benna son hennar. Fór í loftið kl: 7:30 og var lennt 13:00 (að dönskum tíma), var svo komin í lestina 13:45 og til Århus um 17:00. Anna María kom og sótti okkur..altso mig og Hrafnhildi. Komum okkur fyrir heima hjá þeim og ég var alveg búinn eftir ferðalagið og var því sofnuð um 10:30.
Svaf eins og steinn og vaknaði ekki fyrr en um 11. Fórum svo á "strikið" í Århus og hvað haldið þið....Katrín Ósk keypti sér regnhlíf!!!!! com´on mér finnst þær mega halló... en þegar að það rignir eins og helt sé úr fötu á 5 min fresti þá er nú kannski gott að eiga eina paraply (regnhlíf) ...hehe... sko danskan alveg að koma...hehe... Ég og Hrafnhildur eigum mjög margt sameiginlegt...allavega segjum við mjög oft : JÁ ÉG LÍKA!!!! sem er mjög gott. Fórum svo eftir að hafa kíkt í H&M og skoðað allt og grátið svo í öxlinni á hvor annari yfir því að eiga ekki pening á "hardrockwanabe" stað og fengum okkur dýrindis pitzzu. Fórum svo heim og fengum okkur beutyblund í 2 tíma..hehe...vöknuðum svo mátulega í kvöldmat. Anna María og Hörður eru búinn að gera þvílíkt grín að okkur, að nú verði þau að leggja okkur inn á elliheimilið..hehe...bíðiði bara....partý púkanum var pakkað niður með dótinu sem fór á skipið og verður mættur eftir nokkrar vikur....
Svo er planið á morgunn að fara til Viborg og koma okkur fyrir, mæta svo ferskar í skólan á Mánudeginum og verða bestar!!!

jæja fleira er ekki í fréttum, næst verða fréttir fluttar á dönsku!!! Verið þið sæl.

1 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Hæ músin mín! Ég var farin að hafa áhyggjur af þér, ekkert búin að heyra frá þér, en svo fattaði ég að þú ert komin með blogg, ...gott að það er einhver sem kveikir stundum á perunni!!! Hahahaha. Ég ætlaði bara að láta þig vita að ég verð núna fastagestur á blogginu þínu ;-) Kveðja, Hafdís

13.8.2005, 18:44  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim